Skotárásin í Las Vegas: Skaut öryggisvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 08:52 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Hann skaut sig til bana eftir að myrt 58 manns og sært hundruði í Las Vegas við upphaf mánaðarins. Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem varð skaut 58 manns til bana á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir rúmri viku, skaut öryggsvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti sem staddir voru á svæði hinu megin við götuna frá Mandalay-hótelinu þar sem Paddock var gestur. Hann skaut á mannfjöldann úr herbergi á 32. hæð hótelsins.Lögreglan í Las Vegas hélt blaðamannafund í gærkvöldi. Þar greindi lögreglustjórinn, Joseph Lombardo, frá því að Paddock hafi skotið á öryggisvörðinn þegar sá fór til að kanna hvers vegna hurð nálægt herbergi Paddock væri opin. Paddock hafði komið myndavélum fyrir til að geta fylgst með mannaferðum við herbergi sitt og skaut á öryggisvörðinn þegar hann sá hann nálgast. Öryggisvörðurinn slasaðist en náði þó að láta aðra vita af vopnuðum manninum. Að sögn lögreglunnar skaut Paddock á öryggisvörðinn sex mínútum áður en hann hóf skothríðina á gesti tónlistarhátíðarinnar. Sú skothríð varði svo í tíu mínútur en að henni lokinni skaut Paddock svo sjálfan sig. Lombardo sagði að Paddock hefði falið áform sín um fjöldamorðið í aðdraganda þess. Þar af leiðandi væri erfitt fyrir lögregluna að finna svör við ýmsum spurningum í rannsókninni. „Í samvinnu við atferlissérfræðinga Bandarísku alríkislögreglunnar erum við að draga upp heildstæða mynd af andlegu ástandi Paddock. Eins og er ekki neinn einn einstakur atburður í lífi hans sem við getur leitt okkur áfram,“ sagði Lombardo. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Aldean minntist fórnarlambanna í Las Vegas með lagi eftir Tom Petty Aldean söng I Won‘t Back Down, lag úr smiðju Pettys heitins, í minningu fórnarlambanna 58 sem létust í skotárásinni. 8. október 2017 14:48 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem varð skaut 58 manns til bana á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir rúmri viku, skaut öryggsvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti sem staddir voru á svæði hinu megin við götuna frá Mandalay-hótelinu þar sem Paddock var gestur. Hann skaut á mannfjöldann úr herbergi á 32. hæð hótelsins.Lögreglan í Las Vegas hélt blaðamannafund í gærkvöldi. Þar greindi lögreglustjórinn, Joseph Lombardo, frá því að Paddock hafi skotið á öryggisvörðinn þegar sá fór til að kanna hvers vegna hurð nálægt herbergi Paddock væri opin. Paddock hafði komið myndavélum fyrir til að geta fylgst með mannaferðum við herbergi sitt og skaut á öryggisvörðinn þegar hann sá hann nálgast. Öryggisvörðurinn slasaðist en náði þó að láta aðra vita af vopnuðum manninum. Að sögn lögreglunnar skaut Paddock á öryggisvörðinn sex mínútum áður en hann hóf skothríðina á gesti tónlistarhátíðarinnar. Sú skothríð varði svo í tíu mínútur en að henni lokinni skaut Paddock svo sjálfan sig. Lombardo sagði að Paddock hefði falið áform sín um fjöldamorðið í aðdraganda þess. Þar af leiðandi væri erfitt fyrir lögregluna að finna svör við ýmsum spurningum í rannsókninni. „Í samvinnu við atferlissérfræðinga Bandarísku alríkislögreglunnar erum við að draga upp heildstæða mynd af andlegu ástandi Paddock. Eins og er ekki neinn einn einstakur atburður í lífi hans sem við getur leitt okkur áfram,“ sagði Lombardo.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Aldean minntist fórnarlambanna í Las Vegas með lagi eftir Tom Petty Aldean söng I Won‘t Back Down, lag úr smiðju Pettys heitins, í minningu fórnarlambanna 58 sem létust í skotárásinni. 8. október 2017 14:48 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Aldean minntist fórnarlambanna í Las Vegas með lagi eftir Tom Petty Aldean söng I Won‘t Back Down, lag úr smiðju Pettys heitins, í minningu fórnarlambanna 58 sem létust í skotárásinni. 8. október 2017 14:48
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15