Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2017 06:37 Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk flýja af vettvangi. Vísir/Getty Byssumaður hóf skothríð á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. Samkvæmt talsmanni spítala í borginni eru hið minnsta tveir látnir og 24 særðir, þar af 14 alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fallið og að á þessari stundu sé ekki talið að fleiri hafi verið að verki. Þungvopnaðir lögreglu- og sérsveitarmenn eru enn að störfum á vettvangi, nærri Mandalay Bay-hótelinu á aðalbreiðgötu Las Vegas. Borgaryfirvöld biðla til íbúa og gesta að halda sig frá svæðinu. Fjölmiðlamenn ytra bíða nú eftir blaðamannafundi lögreglunnar sem gert er ráð fyrir að hefjist á hverri stundu.We're investigating reports of an active shooter near/around Mandalay Bay Casino. Asking everyone to please avoid the area. #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) October 2, 2017 Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hundruð tónleikagesta flýja af vettvangi en talið er að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið á tónleikasvæðinu í nótt. Í einhverjum myndbandanna hljómar eins og verið sé að skjóta af hríðskotabyssu er segir í frétt BBC. Vitni segja að í fyrstu hafi það hljómað eins og um flugelda væri að ræða. Skömmu síðar hafi fólk áttað sig á alvöru málsins og tók þá við mikil ringulreið. Heimildarmenn Fox telja að skotin hafi komið að ofan og að jafnvel hafi verið skotið á tónleikagesti af þrítugustu hæð hótels í nágrenninu. Þá telja þeir einnig að einn lögregluþjónn hafi særst. Fréttin verður uppfærð þegar nánari fregnir berast. Panic along the strip now. As far as a kilometre away. People told to take cover. Lots of rumours. Hard to tell what's real. pic.twitter.com/lei64yrvYU— Rosa Hwang (@journorosa) October 2, 2017 Skotárás í Las Vegas Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Byssumaður hóf skothríð á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. Samkvæmt talsmanni spítala í borginni eru hið minnsta tveir látnir og 24 særðir, þar af 14 alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fallið og að á þessari stundu sé ekki talið að fleiri hafi verið að verki. Þungvopnaðir lögreglu- og sérsveitarmenn eru enn að störfum á vettvangi, nærri Mandalay Bay-hótelinu á aðalbreiðgötu Las Vegas. Borgaryfirvöld biðla til íbúa og gesta að halda sig frá svæðinu. Fjölmiðlamenn ytra bíða nú eftir blaðamannafundi lögreglunnar sem gert er ráð fyrir að hefjist á hverri stundu.We're investigating reports of an active shooter near/around Mandalay Bay Casino. Asking everyone to please avoid the area. #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) October 2, 2017 Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hundruð tónleikagesta flýja af vettvangi en talið er að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið á tónleikasvæðinu í nótt. Í einhverjum myndbandanna hljómar eins og verið sé að skjóta af hríðskotabyssu er segir í frétt BBC. Vitni segja að í fyrstu hafi það hljómað eins og um flugelda væri að ræða. Skömmu síðar hafi fólk áttað sig á alvöru málsins og tók þá við mikil ringulreið. Heimildarmenn Fox telja að skotin hafi komið að ofan og að jafnvel hafi verið skotið á tónleikagesti af þrítugustu hæð hótels í nágrenninu. Þá telja þeir einnig að einn lögregluþjónn hafi særst. Fréttin verður uppfærð þegar nánari fregnir berast. Panic along the strip now. As far as a kilometre away. People told to take cover. Lots of rumours. Hard to tell what's real. pic.twitter.com/lei64yrvYU— Rosa Hwang (@journorosa) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira