Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 09:01 Frá vettvangi í Las Vegas í morgun. vísir/getty Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39