Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, labbar að púltinu áður en hann ávarpar þjóð sína. Vísir/afp Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir skotárásinni í Las Vegas sem hreinni illsku. Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir og á fimmta hundrað særðir. „Þetta var hrein illska. Bandaríska alríkislögreglan og varnarmálaráðuneytið vinna náið með yfirvöldum á staðnum og aðstoða við rannsókn málsins. Þeir munu veita upplýsingar varðandi rannsóknina og hvernig hún þróast,“ sagði Trump. Þá þakkaði hann lögreglunni í Las Vegas og öðrum viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir vinnu þeirra. „Hversu hratt þeir brugðust við er líkast kraftaverki. Að hafa fundið árásarmanninn svo fljótt eftir að fyrstu skotunum var hleypt af er eitthvað sem við verðum ævinlega þakklát fyrir.“ Trump sagði að bandaríski fáninn yrði í hálfa stöng til minningar um fórnarlömb árásarinnar. „Á tímum sorgar og hryllings sameinast Bandaríkjamenn og verðum sem einn maður. Það höfum við alltaf gert,“ sagði forsetinn. „Samstaða okkar verður ekki rofin með illsku.“ Trump greindi síðan frá því að hann muni heimsækja Las Vegas á miðvikudag og hitta lögregluna og viðbragsðaðila sem og fjölskyldur þeirra sem létust. Í lok ávarpsins var Trump svo á trúarlegum nótum: „Megi Guð blessa sálir þeirra sem létust [...] og megi Guð gefa fjöldskyldum þeirra styrk til að halda áfram. Þakka ykkur og Guð blessi Ameríku.“ Sjá má ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir skotárásinni í Las Vegas sem hreinni illsku. Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir og á fimmta hundrað særðir. „Þetta var hrein illska. Bandaríska alríkislögreglan og varnarmálaráðuneytið vinna náið með yfirvöldum á staðnum og aðstoða við rannsókn málsins. Þeir munu veita upplýsingar varðandi rannsóknina og hvernig hún þróast,“ sagði Trump. Þá þakkaði hann lögreglunni í Las Vegas og öðrum viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir vinnu þeirra. „Hversu hratt þeir brugðust við er líkast kraftaverki. Að hafa fundið árásarmanninn svo fljótt eftir að fyrstu skotunum var hleypt af er eitthvað sem við verðum ævinlega þakklát fyrir.“ Trump sagði að bandaríski fáninn yrði í hálfa stöng til minningar um fórnarlömb árásarinnar. „Á tímum sorgar og hryllings sameinast Bandaríkjamenn og verðum sem einn maður. Það höfum við alltaf gert,“ sagði forsetinn. „Samstaða okkar verður ekki rofin með illsku.“ Trump greindi síðan frá því að hann muni heimsækja Las Vegas á miðvikudag og hitta lögregluna og viðbragsðaðila sem og fjölskyldur þeirra sem létust. Í lok ávarpsins var Trump svo á trúarlegum nótum: „Megi Guð blessa sálir þeirra sem létust [...] og megi Guð gefa fjöldskyldum þeirra styrk til að halda áfram. Þakka ykkur og Guð blessi Ameríku.“ Sjá má ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00