Hæst launuðu fengið mestar hækkanir Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Forsvarsmenn samtaka launafólks og samtaka ativnnulífsins eru ósammála um hvort eigi að hækka laun í krónum eða prósentum í næstu kjarasamningum. vísir/vilhelm Laun þeirra sem hæstar hafa tekjurnar hækkuðu mest á milli áranna 2014 og 2016, sama hvort litið er til almenna eða opinberra geirans. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um laun landsmanna eftir starfsstéttum.Vilhjálmur BirgissonSé litið til reglulegra meðallauna starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkuð þau úr 552 þúsund krónum í 638 þúsund, eða um 86 þúsund. Lægsta tekjutíundin hefur hins vegar aðeins hækkað um 55 þúsund krónur á meðan sú hæsta hefur hækkað um 126 þúsund krónur. Í prósentum talið hefur sú lægsta aftur á móti hækkað í launum um 17,8 prósent en sú hæsta um 14,8. Mesti munur á hækkun lægstu og hæstu tekjutíundarinnar er hjá opinberum starfsmönnum ríkisins. Lægstu laun hafa hækkað um 62 þúsund krónur, úr 335 þúsundum í 397 þúsund. Hins vegar hefur hæsta tekjutíundin hækkað um 174 þúsund krónur, farið úr 806 þúsundum í 980 þúsund krónur að meðaltali. Á tímabilinu hækkuðu laun hennar um 21,6 prósent en lægsta tíundin um 18,5 prósent. „Prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar í okkar þjóðfélagi,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og segir tölurnar sýna að prósentuhækkanir í komandi kjarasamningum sé leið ójöfnuðar. „Þær breikka bilið milli þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og þeirra sem mest hafa. Þetta er stóra málið og mikilvægt að hætta að nota prósentuhækkanir og taka upp krónutöluhækkanir. Ef menn nota prósentutölur áratugi fram í tímann þá verður bilið meira. Prósentuútreikningar og annað slíkt er ein mesta blekking sem íslenskt lágtekjufólk þarf að standa frammi fyrir. Við förum ekki með prósentur út í verslanir heldur íslenskar krónur,“ segir Vilhjálmur. „Það kemur ekki á óvart að hæstu laun hækki meira í krónum talið þar sem hækkun í prósentum hefur hlutfallslega meiri krónutöluáhrif á þann tekjuhóp en lægstu laun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur skýringu á þróun hæstu launa í hópi ríkisstarfsmanna liggja fyrst og fremst í ákvörðunum kjararáðs sem hafi hækkað laun æðstu embættismanna óeðlilega mikið á síðustu misserum.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gvaHann bendir enn fremur á það sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkisstarfsmenn séu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Heilbrigðara sé að útflutningsgreinar og aðrar atvinnugreinar sem séu í alþjóðlegri samkeppni skilgreini svigrúm til launahækkana hverju sinni. Mikilvægasta markmið komandi kjarasamninga sé að standa vörð um kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Þegar Halldór Benjamín er spurður að því hvort rétt sé að horfa til krónutöluhækkana í komandi kjaraviðræðum segir hann það af og frá. „Nei, ég tel það óráðlegt.“ „Það var okkar upplegg í síðustu kjarasamningum að hækka laun í krónum talið en um það náðist ekki sátt. Meðal annars vildu stórir hópar innan opinberra starfsmanna fara prósentutöluleiðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, foresti ASÍ. „Eftir að gerðardómur úrskurðaði í ágúst 2015 um prósentuhækkun launa BHM og hjúkrunarfræðinga misstum við einfaldlega tökin á þessu. Meginkjarabreytingin er í prósentum og því hækka hæstu laun mest. Einnig hefur kjararáð ákvarðað laun æðstu embættismanna og því kemur ekki á óvart að efsta tíund ríkisins hækki svona mikið. Það er kjararáðshópurinn.“ Að mati Gylfa staðfesta þessar tölur það sem hefur verið í umræðunni síðustu misseri og að óánægja launafólks sé á rökum reist. Nú sé sá hópur kominn aftur að samningaborðinu sem vildi prósentuleiðina í upphafi, háskólamenn og kennarar, og því áhugavert að sjá hvaða leið verður farin nú. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Laun þeirra sem hæstar hafa tekjurnar hækkuðu mest á milli áranna 2014 og 2016, sama hvort litið er til almenna eða opinberra geirans. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um laun landsmanna eftir starfsstéttum.Vilhjálmur BirgissonSé litið til reglulegra meðallauna starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkuð þau úr 552 þúsund krónum í 638 þúsund, eða um 86 þúsund. Lægsta tekjutíundin hefur hins vegar aðeins hækkað um 55 þúsund krónur á meðan sú hæsta hefur hækkað um 126 þúsund krónur. Í prósentum talið hefur sú lægsta aftur á móti hækkað í launum um 17,8 prósent en sú hæsta um 14,8. Mesti munur á hækkun lægstu og hæstu tekjutíundarinnar er hjá opinberum starfsmönnum ríkisins. Lægstu laun hafa hækkað um 62 þúsund krónur, úr 335 þúsundum í 397 þúsund. Hins vegar hefur hæsta tekjutíundin hækkað um 174 þúsund krónur, farið úr 806 þúsundum í 980 þúsund krónur að meðaltali. Á tímabilinu hækkuðu laun hennar um 21,6 prósent en lægsta tíundin um 18,5 prósent. „Prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar í okkar þjóðfélagi,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og segir tölurnar sýna að prósentuhækkanir í komandi kjarasamningum sé leið ójöfnuðar. „Þær breikka bilið milli þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og þeirra sem mest hafa. Þetta er stóra málið og mikilvægt að hætta að nota prósentuhækkanir og taka upp krónutöluhækkanir. Ef menn nota prósentutölur áratugi fram í tímann þá verður bilið meira. Prósentuútreikningar og annað slíkt er ein mesta blekking sem íslenskt lágtekjufólk þarf að standa frammi fyrir. Við förum ekki með prósentur út í verslanir heldur íslenskar krónur,“ segir Vilhjálmur. „Það kemur ekki á óvart að hæstu laun hækki meira í krónum talið þar sem hækkun í prósentum hefur hlutfallslega meiri krónutöluáhrif á þann tekjuhóp en lægstu laun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur skýringu á þróun hæstu launa í hópi ríkisstarfsmanna liggja fyrst og fremst í ákvörðunum kjararáðs sem hafi hækkað laun æðstu embættismanna óeðlilega mikið á síðustu misserum.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gvaHann bendir enn fremur á það sé slæmt fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkisstarfsmenn séu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Heilbrigðara sé að útflutningsgreinar og aðrar atvinnugreinar sem séu í alþjóðlegri samkeppni skilgreini svigrúm til launahækkana hverju sinni. Mikilvægasta markmið komandi kjarasamninga sé að standa vörð um kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Þegar Halldór Benjamín er spurður að því hvort rétt sé að horfa til krónutöluhækkana í komandi kjaraviðræðum segir hann það af og frá. „Nei, ég tel það óráðlegt.“ „Það var okkar upplegg í síðustu kjarasamningum að hækka laun í krónum talið en um það náðist ekki sátt. Meðal annars vildu stórir hópar innan opinberra starfsmanna fara prósentutöluleiðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, foresti ASÍ. „Eftir að gerðardómur úrskurðaði í ágúst 2015 um prósentuhækkun launa BHM og hjúkrunarfræðinga misstum við einfaldlega tökin á þessu. Meginkjarabreytingin er í prósentum og því hækka hæstu laun mest. Einnig hefur kjararáð ákvarðað laun æðstu embættismanna og því kemur ekki á óvart að efsta tíund ríkisins hækki svona mikið. Það er kjararáðshópurinn.“ Að mati Gylfa staðfesta þessar tölur það sem hefur verið í umræðunni síðustu misseri og að óánægja launafólks sé á rökum reist. Nú sé sá hópur kominn aftur að samningaborðinu sem vildi prósentuleiðina í upphafi, háskólamenn og kennarar, og því áhugavert að sjá hvaða leið verður farin nú.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira