Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2017 07:09 Stephen Paddock braut tvær rúður á 32. hæð Mandalay Bay hótelsins til að geta skotið á mannfjöldann fyrir neðan. Vísir/Getty Stephen Paddock, byssumaðurinn sem varð 58 að bana og særði rúmlega 500 í Las Vegas aðfaranótt mánudags, millifærði 100 þúsund dali, um 11 milljónir króna, til Filippseyja skömmu áður en hann framdi ódæðið. Lögreglumenn vestanhafs vita ekki hver viðtakandinn var eða hvenær nákvæmlega millifærslan átti sér stað. Þeir hafa jafnframt verið tregir til að ræða hana en rannsóknarlögreglumenn á Filippseyjum hafa staðfest að millifærslan hafi átt sér stað einhvern tímann í vikunni fyrir árásina í samtali við fjölmiðla ytra. Í frétt CNN er alríkislögreglan sögð vinna náið með stjórnvöldum á Flippseyjum til að komast til botns í málinu. Helst leikur grunur á að hann hafi millifært á sambýliskonu sína, Marilou Danley, sem á rætur að reykja til eyjanna eða einhvern skyldan henni. Hún var þar í fríi þegar Paddock réðst til atlögu á sunnudagskvöld en lenti á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gærkvöldi í fylgd fulltrúa alríkislögreglunnur. Danley er ástralskur ríkisborgari sem flutti til Bandaríkjanna fyrir 20 árum til að vinna í spilavítum í Las Vegas. Hún er ekki talin hafa átt aðkomu að árásinni en verður engu að síður yfirheyrð í von um að hún geti veitt betri innsýn í hvað byssumanninum gekk til. Það liggur enn á huldu en ljóst er að fjöldamorðið var vel skipulagt.Sjá einnig: „Heigulsháttur“ að gera ekki neittÍ frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Stephen Paddock, byssumaðurinn sem varð 58 að bana og særði rúmlega 500 í Las Vegas aðfaranótt mánudags, millifærði 100 þúsund dali, um 11 milljónir króna, til Filippseyja skömmu áður en hann framdi ódæðið. Lögreglumenn vestanhafs vita ekki hver viðtakandinn var eða hvenær nákvæmlega millifærslan átti sér stað. Þeir hafa jafnframt verið tregir til að ræða hana en rannsóknarlögreglumenn á Filippseyjum hafa staðfest að millifærslan hafi átt sér stað einhvern tímann í vikunni fyrir árásina í samtali við fjölmiðla ytra. Í frétt CNN er alríkislögreglan sögð vinna náið með stjórnvöldum á Flippseyjum til að komast til botns í málinu. Helst leikur grunur á að hann hafi millifært á sambýliskonu sína, Marilou Danley, sem á rætur að reykja til eyjanna eða einhvern skyldan henni. Hún var þar í fríi þegar Paddock réðst til atlögu á sunnudagskvöld en lenti á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gærkvöldi í fylgd fulltrúa alríkislögreglunnur. Danley er ástralskur ríkisborgari sem flutti til Bandaríkjanna fyrir 20 árum til að vinna í spilavítum í Las Vegas. Hún er ekki talin hafa átt aðkomu að árásinni en verður engu að síður yfirheyrð í von um að hún geti veitt betri innsýn í hvað byssumanninum gekk til. Það liggur enn á huldu en ljóst er að fjöldamorðið var vel skipulagt.Sjá einnig: „Heigulsháttur“ að gera ekki neittÍ frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23
Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49