Keypti 33 byssur á einu ári Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2017 14:00 Stephen Paddock myrti minnst 59 manns og særði rúmlega fimm hundruð. Vísir/AFP Stephen Paddock, sem myrti 59 manns og særði rúmlega 500 í Las Vegas á aðfaranótt síðasta mánudags, hafði safnað byssum frá 1982 og á síðastliðnu ári hafði hann keypt 33 byssur. Þar af voru flestar þeirra hálfsjálfvirkir rifflar. Síðustu byssuna keypti hann þann 28. september. Sama dag og hann skráði sig inn á Mandaley hótelið sem hann skaut frá. Allt í allt hafa yfirvöld fundið 47 skotvopn í eigu Paddock. Paddock smyglaði fleiri en tuttugu byssum inn á hótelherbergi sitt og skaut svo á tónleikagesti hinum megin við götuna út um gluggann á herbergi sínu á 32 hæð. Síðustu byssuna keypti hann í versluninni Guns & Guitars í Las Vegas. Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir Paddock hafa keypt fimm byssur þar á einu ári. Á hótelherbergi hans fundust tólf byssur sem hann hafði breytt svo hægt væri að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma.Only on CBS: We spoke to the manager of the last gun store the Las Vegas gunman was believed to have visited before checking into his hotel. pic.twitter.com/lkkrZvaPTM— CBS This Morning (@CBSThisMorning) October 4, 2017 Jill Snyder, sem stjórnar rannsókn stofnunarinnar Alcohol, Tobacco and Firearms eða ATF, segir yfirvöld ekki fá tilkynningar um kaup margra riffla á skömmum tíma. Hins vegar séu kaup á tveimur eða fleirum skammbyssum tilkynnt til yfirvalda.Why is there no notification if someone is buying multiple rifles? "There's no federal law requiring that" -- Jill Snyder, ATF Special Agent pic.twitter.com/3b9hRtcs4E— CBS This Morning (@CBSThisMorning) October 4, 2017 Breytingarnar sem um ræðir snúa að því að Paddock hafi bætt við byssurnar svokölluðu „Bump Fire“ skeftum. Það eru löglegar viðbætur við riffla sem gera notendum kleift að skjóta mörgum skotum á skömmum tíma. Þar að auki hafði Paddock orðið sér út um magasín sem geyma allt frá 60 til hundrað skot, samkvæmt frétt Washington Post.EXCLUSIVE: these are 2 of 23 guns found in #LasVegas shooter's hotel room at #MandalayBay - hammer, bipod, optics, ammo. 59 lives. Chilling. pic.twitter.com/gManlUIeZI— Jacqui Heinrich (@JacquiHeinrich) October 3, 2017 Enn er ekkert vitað um tilefni árásarinnar eða hvað Paddock stóð til. Andrew McCabe, háttsettur meðlimur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði CNN að það væri undarlegt að Paddock virtist ekki hafa skilið neitt eftir sig sem gæti varpað ljósi á ástæður hans. Kærasta Paddock er nú komin til Bandaríkjanna frá Filippseyjum og vonast rannsakendur til þess að hún geti varpað ljósi á tilefni árásarinnar. Paddock hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Konan heitir Marilou Danley og er frá Ástralíu en á rætur sínar að rekja til Filippseyja. Systur hennar sögðu fjölmiðlum ytra að þær teldu Paddock hafa sent Marilou Danley til útlanda svo hún myndi ekki reyna að koma í veg fyrir árásina. Vitað er að Paddock millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum og leikur grunur á að Danley eigi þann reikning.Sjá einnig: Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á FilippseyjumÞingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú lagt frumvarp um að gera fólki auðveldara að kaupa hljóðdeyfa til hliðar um tíma. Frumvarpið snýr einnig að því að draga úr reglum varðandi flutning skotvopna á milli ríkja. Þar að auki myndi frumvarpið draga úr reglum varðandi skotfæri sem eru hönnuð til að fara í gegnum brynvarnir.Sjá einnig: Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Andstæðingar frumvarpsins segja að hljóðdeyfar muni gera lögregluþjónum og öðrum erfiðara að finna hvaðan verið sé að skjóta í tilfellum eins og í Las Vegas. Stuðningsmenn þess segja þó að hljódeyfar deyfi eingöngu hljóðið úr stórum rifflum. Því hjálpi þeir eingöngu við að vernda heyrnd löghlýðinna borgara. Þá vinnur minnst einn af þingmönnum Demókrataflokksins að því að reyna að gera Bumper Fire skefti ólögleg, samkvæmt Washington Post. Demókratar hafa farið víða um og fara fram á breytingar á vopnalöggjöfinni í Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki fallið í kramið hjá repúblikönum og segja þeir ótímabært og óviðeigandi að ræða það að svo stöddu. Repúblikanar hafa verið gagnrýndir fyrir að segja þetta um árabil og eftir fjölmörg fjöldamorð og árásir, eins og Stephen Colbert tók til dæmis saman í þætti sínum í gær. Jimmy Kimmel sendi repúblikönum einnig tóninn. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Stephen Paddock, sem myrti 59 manns og særði rúmlega 500 í Las Vegas á aðfaranótt síðasta mánudags, hafði safnað byssum frá 1982 og á síðastliðnu ári hafði hann keypt 33 byssur. Þar af voru flestar þeirra hálfsjálfvirkir rifflar. Síðustu byssuna keypti hann þann 28. september. Sama dag og hann skráði sig inn á Mandaley hótelið sem hann skaut frá. Allt í allt hafa yfirvöld fundið 47 skotvopn í eigu Paddock. Paddock smyglaði fleiri en tuttugu byssum inn á hótelherbergi sitt og skaut svo á tónleikagesti hinum megin við götuna út um gluggann á herbergi sínu á 32 hæð. Síðustu byssuna keypti hann í versluninni Guns & Guitars í Las Vegas. Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir Paddock hafa keypt fimm byssur þar á einu ári. Á hótelherbergi hans fundust tólf byssur sem hann hafði breytt svo hægt væri að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma.Only on CBS: We spoke to the manager of the last gun store the Las Vegas gunman was believed to have visited before checking into his hotel. pic.twitter.com/lkkrZvaPTM— CBS This Morning (@CBSThisMorning) October 4, 2017 Jill Snyder, sem stjórnar rannsókn stofnunarinnar Alcohol, Tobacco and Firearms eða ATF, segir yfirvöld ekki fá tilkynningar um kaup margra riffla á skömmum tíma. Hins vegar séu kaup á tveimur eða fleirum skammbyssum tilkynnt til yfirvalda.Why is there no notification if someone is buying multiple rifles? "There's no federal law requiring that" -- Jill Snyder, ATF Special Agent pic.twitter.com/3b9hRtcs4E— CBS This Morning (@CBSThisMorning) October 4, 2017 Breytingarnar sem um ræðir snúa að því að Paddock hafi bætt við byssurnar svokölluðu „Bump Fire“ skeftum. Það eru löglegar viðbætur við riffla sem gera notendum kleift að skjóta mörgum skotum á skömmum tíma. Þar að auki hafði Paddock orðið sér út um magasín sem geyma allt frá 60 til hundrað skot, samkvæmt frétt Washington Post.EXCLUSIVE: these are 2 of 23 guns found in #LasVegas shooter's hotel room at #MandalayBay - hammer, bipod, optics, ammo. 59 lives. Chilling. pic.twitter.com/gManlUIeZI— Jacqui Heinrich (@JacquiHeinrich) October 3, 2017 Enn er ekkert vitað um tilefni árásarinnar eða hvað Paddock stóð til. Andrew McCabe, háttsettur meðlimur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði CNN að það væri undarlegt að Paddock virtist ekki hafa skilið neitt eftir sig sem gæti varpað ljósi á ástæður hans. Kærasta Paddock er nú komin til Bandaríkjanna frá Filippseyjum og vonast rannsakendur til þess að hún geti varpað ljósi á tilefni árásarinnar. Paddock hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Konan heitir Marilou Danley og er frá Ástralíu en á rætur sínar að rekja til Filippseyja. Systur hennar sögðu fjölmiðlum ytra að þær teldu Paddock hafa sent Marilou Danley til útlanda svo hún myndi ekki reyna að koma í veg fyrir árásina. Vitað er að Paddock millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum og leikur grunur á að Danley eigi þann reikning.Sjá einnig: Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á FilippseyjumÞingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú lagt frumvarp um að gera fólki auðveldara að kaupa hljóðdeyfa til hliðar um tíma. Frumvarpið snýr einnig að því að draga úr reglum varðandi flutning skotvopna á milli ríkja. Þar að auki myndi frumvarpið draga úr reglum varðandi skotfæri sem eru hönnuð til að fara í gegnum brynvarnir.Sjá einnig: Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Andstæðingar frumvarpsins segja að hljóðdeyfar muni gera lögregluþjónum og öðrum erfiðara að finna hvaðan verið sé að skjóta í tilfellum eins og í Las Vegas. Stuðningsmenn þess segja þó að hljódeyfar deyfi eingöngu hljóðið úr stórum rifflum. Því hjálpi þeir eingöngu við að vernda heyrnd löghlýðinna borgara. Þá vinnur minnst einn af þingmönnum Demókrataflokksins að því að reyna að gera Bumper Fire skefti ólögleg, samkvæmt Washington Post. Demókratar hafa farið víða um og fara fram á breytingar á vopnalöggjöfinni í Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki fallið í kramið hjá repúblikönum og segja þeir ótímabært og óviðeigandi að ræða það að svo stöddu. Repúblikanar hafa verið gagnrýndir fyrir að segja þetta um árabil og eftir fjölmörg fjöldamorð og árásir, eins og Stephen Colbert tók til dæmis saman í þætti sínum í gær. Jimmy Kimmel sendi repúblikönum einnig tóninn.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23
Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49