Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 09:05 Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Vísir/EPA Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið. Nóbelsverðlaun Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira