FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Þórdís Valsdóttir skrifar 7. október 2017 11:15 Paddock skaut út um glugga á herbergi sínu á 32. hæð Mandalay Bay hótelsins í Las Vegas. Vísir/getty Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43