Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 20:00 Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira