Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 20:00 Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira