Stressaðir framhaldsskólanemar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 19. september 2017 17:30 Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar