Stressaðir framhaldsskólanemar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 19. september 2017 17:30 Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar