Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kim Jong-un fundaði með félögum í Verkamannaflokknum í gær eftir kjarnorkusprengjutilraunina sem gerð var á sunnudaginn. vísir/afp Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira