Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Árni Sæberg skrifar 24. október 2025 11:14 Unga konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands en mun þurfa að halda uppi vörnum í Landsrétti. Vísir/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi tálbeitunnar í Gufunesmálinu svokallaða og krefst þess að hún verði sakfelld. Þrír aðrir sakborningar hafa áfrýjað þungum dómum í málinu. Greint var frá því í gær að þeir Lúkas Geir Ingvarsson, Stefán Blackburn og Matthías Björn Erlingsson hefðu áfrýjað áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu. Þeir voru sakfelldir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Sýkna og skilorð Tvö önnur voru ákærð í málinu. Átján ára karlmaður var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Hann var sakfelldur en ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Ítarlega er fjallað um sýknuna í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli var konan sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum var sérstaklega tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Áfrýjar og krefst sakfellingar Í svari við fyrirspurn Vísis segir fulltrúi embættis Ríkissaksóknara að embættið hafi áfrýjað á hendur þeim sakborningi sem var sýknaður og krafist sakfellingar fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/Vilhelm Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara yfir í bifreið, vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fjármuni með ólögmætum hætti. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Greint var frá því í gær að þeir Lúkas Geir Ingvarsson, Stefán Blackburn og Matthías Björn Erlingsson hefðu áfrýjað áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu. Þeir voru sakfelldir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Sýkna og skilorð Tvö önnur voru ákærð í málinu. Átján ára karlmaður var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Hann var sakfelldur en ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Ítarlega er fjallað um sýknuna í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli var konan sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum var sérstaklega tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Áfrýjar og krefst sakfellingar Í svari við fyrirspurn Vísis segir fulltrúi embættis Ríkissaksóknara að embættið hafi áfrýjað á hendur þeim sakborningi sem var sýknaður og krafist sakfellingar fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.Vísir/Vilhelm Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif Hauk og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara yfir í bifreið, vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fjármuni með ólögmætum hætti.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira