Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:44 Langflestir svarenda telja að meira halli á konur í íslensku samfélagi en athylgi vekur að yngra fólk, bæði karlar og konur, eru langtum líklegri en fólk í öðrum aldurshópum til að finnast meira hallað á karla. Vísir/Vilhelm Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%. Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%.
Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira