Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Frá kvennaverkfalli á Arnarhóli 2023. Vísir/Vilhelm Búist er við að allt að áttatíu þúsund manns, einkum konur og kvár, leggi leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af Kvennaári. Árið 1975 lögðu konur niður störf til að krefjast jafnréttis og nú, fimmtíu árum síðar, á að endurtaka leikinn. Dagskrá fer fram að því tilefni víðsvegar um um landið, en stærsti viðburðurinn verður í höfuðborginni þar sem lögregla verður með öfluga öryggisgæslu. Götulokanir verða í gildi miðsvæðis þar til síðdegis í dag sem mun meðal annars hafa áhrif á ferðir Strætó. Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira