Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 14:31 Ættingjar og stuðningsmenn fórnarlamba breska hersins á blóðuga sunnudeginum héldu á myndum af þeim fyrir utan dómshúsið í Belfast í dag. AP/Peter Morrison Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. Hermaðurinn, sem hefur aðeins verið nefndur hermaður F til þess að tryggja öryggi hans, var ákærður fyrir að myrða tvo og reyna að myrða þrjá til viðbótar þegar breskir hermenn skutu á mótmælendur í borginni Derry/Londonderry sunnudaginn 30. janúar árið 1972. Þrettán óvopnaðir mótmælendur voru skotnir til bana og fimmtán særðir til viðbótar. Fjöldamorðið hefur verið kennt við blóðuga sunnudag og er mannskæðasti einstaki atburðurinn í ófriðnum (e. troubles) svonefnda á Norður-Írlandi sem geisaði á milli írskra þjóernissinna og sambandssinna í um þrjátíu ár á seinni hluta tuttugustu aldar. Opinber rannsókn, sem lauk árið 2010, leiddi í ljós að hermönnunum hefði ekki staðið nein raunveruleg ógn af mótmælendunum. Mótmælendurnir voru skotnir í hluta Derry þar sem kaþólskir Írar voru í meirihluta. Hermaður F er sá eini sem hefur verið sóttur til saka fyrir ódæðið. Misstu allan aga en ekki hægt að byggja á framburði annarra hermanna Dómarinn sem kvað upp dóminn í dag sagði ljóst að hermaðurinn ákærði og fleiri hefðu misst algeran heraga þegar þeir skutu á mótmælendurna. „Að skjóta óvopnaða óbreytta borgara á flótta undan þeim í bakið á götum breskrar borgar. Þeir ábyrgu ættu að skammast sín,“ sagði dómarinn. Hins vegar byggði ákæran á hendur honum aðeins á framburði tveggja annarra hermanna sem erfitt væri að leggja til grundvallar í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Annara hermannanna er látinn en hinn neitaði að bera vitni af ótta við að bendla sjálfan sig við glæpinn. Bróðir annars þeirra sem hermaður F var ákærður fyrir að drepa sagðist ekki bera kala til dómarans eftir að niðurstaðan varð ljós. „Sökin liggur alfarið hjá breska ríkinu,“ sagði Mickey McKinney við fréttamenn. Aðstandandi eins þeirra sem var skotinn á blóðuga sunnudeginum grætur eftir að hermaður F var sýknaður.AP/Peter Morrison Viðbrögð norðurírskra stjórnmálamanna voru eftir hefðbundnum átakalínum. Michelle O'Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands úr röðum írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, sagði dóminn „atlögu að réttlætinu“. Leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði heilbrigða skynsemi hafa orðið ofan á. Breska varnarmálaráðuneytið, sem greiddi fyrir málsvörn uppgjafarhermannsins, sagðist í yfirlýsingu eftir að dómur var genginn að það væri staðráðið í að finna leið áfram veginn þar sem tekið væri tillit til bæði fortíðarinnar og þeirra sem þjónuðu Bretlandi á erfiðum tíma í sögu Norður-Írlands. Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Dómsmál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Hermaðurinn, sem hefur aðeins verið nefndur hermaður F til þess að tryggja öryggi hans, var ákærður fyrir að myrða tvo og reyna að myrða þrjá til viðbótar þegar breskir hermenn skutu á mótmælendur í borginni Derry/Londonderry sunnudaginn 30. janúar árið 1972. Þrettán óvopnaðir mótmælendur voru skotnir til bana og fimmtán særðir til viðbótar. Fjöldamorðið hefur verið kennt við blóðuga sunnudag og er mannskæðasti einstaki atburðurinn í ófriðnum (e. troubles) svonefnda á Norður-Írlandi sem geisaði á milli írskra þjóernissinna og sambandssinna í um þrjátíu ár á seinni hluta tuttugustu aldar. Opinber rannsókn, sem lauk árið 2010, leiddi í ljós að hermönnunum hefði ekki staðið nein raunveruleg ógn af mótmælendunum. Mótmælendurnir voru skotnir í hluta Derry þar sem kaþólskir Írar voru í meirihluta. Hermaður F er sá eini sem hefur verið sóttur til saka fyrir ódæðið. Misstu allan aga en ekki hægt að byggja á framburði annarra hermanna Dómarinn sem kvað upp dóminn í dag sagði ljóst að hermaðurinn ákærði og fleiri hefðu misst algeran heraga þegar þeir skutu á mótmælendurna. „Að skjóta óvopnaða óbreytta borgara á flótta undan þeim í bakið á götum breskrar borgar. Þeir ábyrgu ættu að skammast sín,“ sagði dómarinn. Hins vegar byggði ákæran á hendur honum aðeins á framburði tveggja annarra hermanna sem erfitt væri að leggja til grundvallar í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Annara hermannanna er látinn en hinn neitaði að bera vitni af ótta við að bendla sjálfan sig við glæpinn. Bróðir annars þeirra sem hermaður F var ákærður fyrir að drepa sagðist ekki bera kala til dómarans eftir að niðurstaðan varð ljós. „Sökin liggur alfarið hjá breska ríkinu,“ sagði Mickey McKinney við fréttamenn. Aðstandandi eins þeirra sem var skotinn á blóðuga sunnudeginum grætur eftir að hermaður F var sýknaður.AP/Peter Morrison Viðbrögð norðurírskra stjórnmálamanna voru eftir hefðbundnum átakalínum. Michelle O'Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands úr röðum írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, sagði dóminn „atlögu að réttlætinu“. Leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði heilbrigða skynsemi hafa orðið ofan á. Breska varnarmálaráðuneytið, sem greiddi fyrir málsvörn uppgjafarhermannsins, sagðist í yfirlýsingu eftir að dómur var genginn að það væri staðráðið í að finna leið áfram veginn þar sem tekið væri tillit til bæði fortíðarinnar og þeirra sem þjónuðu Bretlandi á erfiðum tíma í sögu Norður-Írlands.
Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Dómsmál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“