Viðskipti innlent

Bjarni til Jónsson & Lemacks

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Ólafsson er fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins.
Bjarni Ólafsson er fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins. Jónsson & Lemacks
Bjarni Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur hafið störf hjá auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks.

Í tilkynningu frá stofunni segir að hann muni þar sinna skrifum, almannatengslum og framleiðslu efnis fyrir viðskiptavini stofunnar. 

„Bjarni hefur um árabil starfað sem blaðamaður og sérhæft sig í skrifum um viðskipti. Hann var á Viðskiptablaði Morgunblaðsins frá árinu 2005 en færði sig til Viðskiptablaðsins árið 2011. Bjarni tók við ritstjórn Viðskiptablaðsins í janúar 2014 og starfaði sem ritstjóri þar til í júní á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.

Bjarni er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam lögfræði við Háskóla Íslands. Unnusta hans er Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður.

Starfsmenn Jónsson & Lemacks eru rúmlega fjörutíu en stofan var stofnuð árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×