Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 16:39 Hringirnir skipta upp í nokkur lög. Það gæti bent til þess að þeir hafi myndast úr nokkrum fyrirbærum. Myndina tók Cassini árið 2012. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Mælingar Cassini-geimfarsins á lokametrum leiðangurs síns við Satúrnus benda til þess að hringir reikistjörnunnar gætu verið tiltölulega ungir, jafnvel aðeins hundrað milljón ára gamlir. Uppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins hefur legið á huldu. Þeir eru að mestu úr nær tandurhreinum vatnsís. Það hefur valdið vísindamönnum heilabrotum. Hefðu hringirnir myndast um svipað leyti og sólkerfið varð til ættu þeir að vera orðnir dökkir af geimryki. Séu þeir ævafornir þyrftu hringirnir að vera afar massamiklir til að geta „innbyrt“ og falið rykið sem þeir hefðu óhjákvæmilega safnað í sig á milljörðum ára og staðið af sér veðrun geimsins.Teikning af Cassini að steypa sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúpsins í lokaáfanga leiðangursins sem nú stendur yfir.NASA/JPL-CaltechGæti hafa verið án hringja á tíma risaeðlannaCassini-geimfarið, sem á aðeins tvær vikur eftir af þrettán ára leiðangri við Satúrnus, er nú á svaðalegri braut um reikistjörnuna sem færir það þétt upp við lofthjúpinn og inn fyrir hringina. Ein af mælingunum sem Cassini hefur gert frá því að þessi fífldjörfu nærflug hófust er á massa hringjanna til þess að varpa frekara ljósi á uppruna þeirra. Fyrstu vísbendingarnar úr þessum mælingum virðast vera þær að hringirnir séu tiltölulega massalitlir og því líklega tiltölulega ungir á stjarnfræðilegan mælikvarða.Sjá einnig:Svanasöngur Cassini við Satúrnus gæti afhjúpað leyndardóma Reynist það rétt telja vísindamenn líklegast að hringirnir hafi orðið til úr tungli eða halastjörnu sem varð þyngdarkrafti Satúrnusar að bráð fyrir ekki svo löngum tíma. Fleiri en eitt fyrirbæri gætu jafnvel hafa myndað hringina. „Kannski stafar munurinn sem við sjáum á hringjunum af ólíkum fyrirbærum sem rifnuðu í sundur. Ef hringirnir eru massaminni þá hefðu þeir ekki haft massa til að lifa af drífu örsmástirna sem við spáum að hafi átt sér stað frá myndun reikistjörnunnar,“ segir Linda Spilker, vísindamaður við Cassini-leiðangurinn við breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknirnar eru enn á frumstigi og frekari gögn þarf áður en hægt verður að staðfesta aldur hringjanna. Séu þeir hins vegar aðeins hundrað milljón ára gamlir, eins og vísindamennirnir segja að sé mögulegt, þýðir það að þeir hafi myndast á meðan risaeðlurnar réðu ríkjum á jörðinni.Cassini kom auga á vatnsstróka stíga upp frá yfirborði ístunglsins Enkeladusar. Þeir benda til þess að haf fljótandi vatns geti verið að finna undir yfirborðinu.NASA/JPL-CALTECH/SPACE SCIENCE INSTITUTEVernda tunglin fyrir smiti frá jörðinniCassini-leiðangrinum lýkur 15. september þegar geimfarinu verður steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Það er gert til þess að forða þeim fjarlæga möguleika að örverur frá jörðinni sem gætu enn verið til staðar utan á Cassini endi á tunglum eins og Títan og Enkeladusi. Vísbendingar eru um að haf fljótandi vatns sé til staðar undir ísskorpunni sem myndar yfirborð Enkeladusar. Áður en yfir lýkur mun Cassini taka tvær dýfur til viðbótar á milli hringjanna og efri laga lofthjúps Satúrnusar. Síðustu verk Cassini verða að taka myndaröð af fyrirbærum eins og Títan og Enkeladusi, sérstæðu sexhyrndu veðrakerfi á norðurpóli Satúrnusar og smátungli inni í hringjunum sem nefnist Peggy. Leiðangrinum lýkur formlega kl. 11:54 að íslenskum tíma föstudaginn 15. september þegar áætlað er að samband við geimfarið rofni. Vísindi Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Mælingar Cassini-geimfarsins á lokametrum leiðangurs síns við Satúrnus benda til þess að hringir reikistjörnunnar gætu verið tiltölulega ungir, jafnvel aðeins hundrað milljón ára gamlir. Uppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins hefur legið á huldu. Þeir eru að mestu úr nær tandurhreinum vatnsís. Það hefur valdið vísindamönnum heilabrotum. Hefðu hringirnir myndast um svipað leyti og sólkerfið varð til ættu þeir að vera orðnir dökkir af geimryki. Séu þeir ævafornir þyrftu hringirnir að vera afar massamiklir til að geta „innbyrt“ og falið rykið sem þeir hefðu óhjákvæmilega safnað í sig á milljörðum ára og staðið af sér veðrun geimsins.Teikning af Cassini að steypa sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúpsins í lokaáfanga leiðangursins sem nú stendur yfir.NASA/JPL-CaltechGæti hafa verið án hringja á tíma risaeðlannaCassini-geimfarið, sem á aðeins tvær vikur eftir af þrettán ára leiðangri við Satúrnus, er nú á svaðalegri braut um reikistjörnuna sem færir það þétt upp við lofthjúpinn og inn fyrir hringina. Ein af mælingunum sem Cassini hefur gert frá því að þessi fífldjörfu nærflug hófust er á massa hringjanna til þess að varpa frekara ljósi á uppruna þeirra. Fyrstu vísbendingarnar úr þessum mælingum virðast vera þær að hringirnir séu tiltölulega massalitlir og því líklega tiltölulega ungir á stjarnfræðilegan mælikvarða.Sjá einnig:Svanasöngur Cassini við Satúrnus gæti afhjúpað leyndardóma Reynist það rétt telja vísindamenn líklegast að hringirnir hafi orðið til úr tungli eða halastjörnu sem varð þyngdarkrafti Satúrnusar að bráð fyrir ekki svo löngum tíma. Fleiri en eitt fyrirbæri gætu jafnvel hafa myndað hringina. „Kannski stafar munurinn sem við sjáum á hringjunum af ólíkum fyrirbærum sem rifnuðu í sundur. Ef hringirnir eru massaminni þá hefðu þeir ekki haft massa til að lifa af drífu örsmástirna sem við spáum að hafi átt sér stað frá myndun reikistjörnunnar,“ segir Linda Spilker, vísindamaður við Cassini-leiðangurinn við breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknirnar eru enn á frumstigi og frekari gögn þarf áður en hægt verður að staðfesta aldur hringjanna. Séu þeir hins vegar aðeins hundrað milljón ára gamlir, eins og vísindamennirnir segja að sé mögulegt, þýðir það að þeir hafi myndast á meðan risaeðlurnar réðu ríkjum á jörðinni.Cassini kom auga á vatnsstróka stíga upp frá yfirborði ístunglsins Enkeladusar. Þeir benda til þess að haf fljótandi vatns geti verið að finna undir yfirborðinu.NASA/JPL-CALTECH/SPACE SCIENCE INSTITUTEVernda tunglin fyrir smiti frá jörðinniCassini-leiðangrinum lýkur 15. september þegar geimfarinu verður steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Það er gert til þess að forða þeim fjarlæga möguleika að örverur frá jörðinni sem gætu enn verið til staðar utan á Cassini endi á tunglum eins og Títan og Enkeladusi. Vísbendingar eru um að haf fljótandi vatns sé til staðar undir ísskorpunni sem myndar yfirborð Enkeladusar. Áður en yfir lýkur mun Cassini taka tvær dýfur til viðbótar á milli hringjanna og efri laga lofthjúps Satúrnusar. Síðustu verk Cassini verða að taka myndaröð af fyrirbærum eins og Títan og Enkeladusi, sérstæðu sexhyrndu veðrakerfi á norðurpóli Satúrnusar og smátungli inni í hringjunum sem nefnist Peggy. Leiðangrinum lýkur formlega kl. 11:54 að íslenskum tíma föstudaginn 15. september þegar áætlað er að samband við geimfarið rofni.
Vísindi Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52