Svanasöngur Cassini við Satúrnus getur afhjúpað leyndardóma Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 10:15 Uppruni hringja Satúrnusar eru enn óþekktir. Fyrir ofan þá sést tunglið Tethys á mynd Cassini frá 13. maí. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Þrettán ára leiðangri Cassini-geimfarsins við Satúrnus lýkur eftir rúmar tvær vikur. Síðasti áfangi leiðangursins færir Cassini nær hringjaða gasrisanum en nokkru sinni áður. Geimfarinu var stýrt niður í efri lög lofthjúps Satúrnusar, á milli reikistjörnunnar og hringja hennar, 14. ágúst. Það var fyrsta af fimm dýfum Cassini þangað í síðasta áfanganum. Þegar Cassini fer sem næst Satúrnusi verður geimfarið aðeins 1.600-1.700 kílómetrum fyrir ofan ský hans, að því er segir í frétt Space.com. Leiðangrinum lýkur með hvelli föstudaginn 15. september. Þá verður Cassini steypt niður í faðm Satúrnusar þar sem geimfarið brennur upp. Tilgangurinn með svo dramatískum endalokum er að koma í veg fyrir hættuna á að örverur sem gætu hafa gerst laumufarþegar utan á Cassini frá jörðinni endi á hnöttum eins og Títan eða Enkeladusi þar sem vísindamenn hafa ekki útilokað möguleikann á lífi með öllu.Norðurpóll Satúrnusar 26. apríl, daginn sem lokaáfangi Cassini-leiðangursins hófst og geimfarið flaug fyrst á milli hringjanna og reikistjörnunnar.NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteEngin föst kennileiti til að mæla sólahringinnÍ millitíðinni heldur Cassini þó áfram að senda mikilfenglegar myndir af Satúrnusi aftur til jarðar. Á dögunum var þannig birt myndskeið frá flugi geimfarins á milli hringjanna og reikistjörnunnar, það fyrsta sinnar tegundar. Nærflugin eru hins vegar ekki aðeins gerð fyrir augað heldur vænta vísindamenn þess að þau geti varpað frekara ljósi á leyndardóma Satúrnusar. Þar á meðal eru spurningar eins og hversu langur dagurinn á reikistjörnunni er nákvæmlega og hversu massamiklir hringir hennar eru.Myndskeiðið hér fyrir neðan er samsett úr 21 mynd sem Cassini tók þegar geimfarið flaug inn fyrir hringi Satúrnusar á fjögurra mínútna tímabili 20. ágúst 2017. Í umfjöllun Scientific American kemur fram að erfitt hefur reynst að negla niður nákvæmlega hversu lengi dagurinn á Satúrnusi varir. Almennt er talið að sólahringurinn þar sé um 10,8 jarðneskar klukkustundir. Einfalt mál er að tímasetja það á bergreikistjörnum þar sem hægt er að mæla hversu langur tími líður á milli sólarupprásar og sólseturs við tiltekin kennileiti. Það er hins vegar ekki möguleiki á gasrisa eins og Satúrnusi þar sem ekkert fast yfirborð er greinanlegt og lofthjúpurinn er á sífelldu iði. Cassini mun leita að óreglum í segulsviði Satúrnusar sem eru aðeins greinanlegar í mikilli nálægð þegar geimfarið flýgur sem næst lofthjúpnum. Það gæti gefið vísindamönnum bestu hugmyndina til þessa um hversu hratt reikistjarnan snýst um sjálfa sig.Cassini hefur tekið eftirminnilegar myndir á rúmum áratug við Satúrnus. Þar á meðal er þessi mynd af skugga tunglsins Títans á skýjum Satúrnusar árið 2009. Satúrnusbúi á skyggða svæðinu hefði séð sólmyrkva.NASA/JPL/Space Science Institute.Massinn segir til um aldur og uppruna hringjannaUppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti Satúrnusar er vísindamönnum einnig ráðgáta. Ólíkar kenningar eru um hvort að hringirnir séu ævafornir eða tiltölulega ungir. Annað hvort séu hringirnir þannig um það bil jafngamlir sólkerfinu og þeir séu þá leifar hnattar sem Satúrnus veiddi með þyngdarkrafti sínum þegar fjöldi slíkra fyrirbæra þaut um það. Hins vegar geti þeir verið aðeins hundrað milljón ára gamlir og þá hugsanlega leifar tungls reikistjörnunnar sem rifnaði í sundur. Hringirnir eru úr glampandi og nær ómenguðum vatnsís en það hefur þótt til marks um að þeir hljóti að vera ungir. Væru þeir jafngamlir sólkerfinu ættu þeir að hafa safnað í sig ryki og dökknað. Cassini á að gera mælingar á massa hringjanna sem geta varpað ljósi á aldur þeirra og uppruna í hinstu ferðum sínum fram hjá reikistjörnunni. Séu hringirnir massamiklir gæti það bent til þess að þeir séu gamlir og allt ryk hefði blandast inn í þá. Séu þeir hins vegar tiltölulega massalitlir gæti það verið vísbending um að mun skemur sé síðan hringirnir mynduðust. Vísindi Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þrettán ára leiðangri Cassini-geimfarsins við Satúrnus lýkur eftir rúmar tvær vikur. Síðasti áfangi leiðangursins færir Cassini nær hringjaða gasrisanum en nokkru sinni áður. Geimfarinu var stýrt niður í efri lög lofthjúps Satúrnusar, á milli reikistjörnunnar og hringja hennar, 14. ágúst. Það var fyrsta af fimm dýfum Cassini þangað í síðasta áfanganum. Þegar Cassini fer sem næst Satúrnusi verður geimfarið aðeins 1.600-1.700 kílómetrum fyrir ofan ský hans, að því er segir í frétt Space.com. Leiðangrinum lýkur með hvelli föstudaginn 15. september. Þá verður Cassini steypt niður í faðm Satúrnusar þar sem geimfarið brennur upp. Tilgangurinn með svo dramatískum endalokum er að koma í veg fyrir hættuna á að örverur sem gætu hafa gerst laumufarþegar utan á Cassini frá jörðinni endi á hnöttum eins og Títan eða Enkeladusi þar sem vísindamenn hafa ekki útilokað möguleikann á lífi með öllu.Norðurpóll Satúrnusar 26. apríl, daginn sem lokaáfangi Cassini-leiðangursins hófst og geimfarið flaug fyrst á milli hringjanna og reikistjörnunnar.NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteEngin föst kennileiti til að mæla sólahringinnÍ millitíðinni heldur Cassini þó áfram að senda mikilfenglegar myndir af Satúrnusi aftur til jarðar. Á dögunum var þannig birt myndskeið frá flugi geimfarins á milli hringjanna og reikistjörnunnar, það fyrsta sinnar tegundar. Nærflugin eru hins vegar ekki aðeins gerð fyrir augað heldur vænta vísindamenn þess að þau geti varpað frekara ljósi á leyndardóma Satúrnusar. Þar á meðal eru spurningar eins og hversu langur dagurinn á reikistjörnunni er nákvæmlega og hversu massamiklir hringir hennar eru.Myndskeiðið hér fyrir neðan er samsett úr 21 mynd sem Cassini tók þegar geimfarið flaug inn fyrir hringi Satúrnusar á fjögurra mínútna tímabili 20. ágúst 2017. Í umfjöllun Scientific American kemur fram að erfitt hefur reynst að negla niður nákvæmlega hversu lengi dagurinn á Satúrnusi varir. Almennt er talið að sólahringurinn þar sé um 10,8 jarðneskar klukkustundir. Einfalt mál er að tímasetja það á bergreikistjörnum þar sem hægt er að mæla hversu langur tími líður á milli sólarupprásar og sólseturs við tiltekin kennileiti. Það er hins vegar ekki möguleiki á gasrisa eins og Satúrnusi þar sem ekkert fast yfirborð er greinanlegt og lofthjúpurinn er á sífelldu iði. Cassini mun leita að óreglum í segulsviði Satúrnusar sem eru aðeins greinanlegar í mikilli nálægð þegar geimfarið flýgur sem næst lofthjúpnum. Það gæti gefið vísindamönnum bestu hugmyndina til þessa um hversu hratt reikistjarnan snýst um sjálfa sig.Cassini hefur tekið eftirminnilegar myndir á rúmum áratug við Satúrnus. Þar á meðal er þessi mynd af skugga tunglsins Títans á skýjum Satúrnusar árið 2009. Satúrnusbúi á skyggða svæðinu hefði séð sólmyrkva.NASA/JPL/Space Science Institute.Massinn segir til um aldur og uppruna hringjannaUppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti Satúrnusar er vísindamönnum einnig ráðgáta. Ólíkar kenningar eru um hvort að hringirnir séu ævafornir eða tiltölulega ungir. Annað hvort séu hringirnir þannig um það bil jafngamlir sólkerfinu og þeir séu þá leifar hnattar sem Satúrnus veiddi með þyngdarkrafti sínum þegar fjöldi slíkra fyrirbæra þaut um það. Hins vegar geti þeir verið aðeins hundrað milljón ára gamlir og þá hugsanlega leifar tungls reikistjörnunnar sem rifnaði í sundur. Hringirnir eru úr glampandi og nær ómenguðum vatnsís en það hefur þótt til marks um að þeir hljóti að vera ungir. Væru þeir jafngamlir sólkerfinu ættu þeir að hafa safnað í sig ryki og dökknað. Cassini á að gera mælingar á massa hringjanna sem geta varpað ljósi á aldur þeirra og uppruna í hinstu ferðum sínum fram hjá reikistjörnunni. Séu hringirnir massamiklir gæti það bent til þess að þeir séu gamlir og allt ryk hefði blandast inn í þá. Séu þeir hins vegar tiltölulega massalitlir gæti það verið vísbending um að mun skemur sé síðan hringirnir mynduðust.
Vísindi Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52