Trans fólk sjúkdómsvætt í íslensku heilbrigðiskerfi: „Í hvernig nærfötum ertu núna?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:30 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Sharon Kilgannon Trans fólk er sjúkdómsvætt í íslensku heilbrigðiskerfi og mætir oft skilningsleysi hjá heilbrigðisstarfsfólki sem er ekki nægilega vel að sér í málefnum trans fólks. Trans fólki er skylt að sanna sína kynvitund og er hún sjúkdómsvædd á þann hátt að trans er álitinn geðsjúkdómur. Mikilvægt er að skýra verklag og reglugerðir um kynleiðréttingarferlið svo trans fólk geti leitað sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, sem skilaði af sér mastersritgerð um málefnið í kynjafræði frá Háskóla Íslands í vor. Ritgerðin ber titilinn „Í hvernig nærfötum ertu núna?“ og segir Ugla að það sé spurning sem einn viðmælandi hennar fékk frá heilbrigðisstarfsmanni á bráðageðdeild Landspítala. „Titillinn á ritgerðinni er bein tilvitnun í viðmælanda sem mætti á bráðadeild geðsviðs landspítala vegna þess að viðkomandi var á slæmum stað. Viðkomandi er trans og vantaði að leita sér hjálpar. Þegar viðkomandi mætir þar þá er honum komið í samband við einstakling sem vinnur í teymi Landspítala um málefni trans fólks og fær viðtal og er fyrst spurt að því hvort að þau séu á einhvers konar fíkniefnum og önnur spurningin er „í hvernig nærfötum ertu núna?“ Og þetta gerðist árið 2016,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Þurftu að setja upp leikrit Ugla bendir á að hvergi annars staðar í heilbrigðiskerfinu sé fólki gert að haga sér á ákveðinn hátt til að „sanna“ að það eigi rétt á ákveðinni þjónustu. „Það helsta sem kom í ljós var að trans fólkið sem ég ræddi við þeim fannst þau þurfa að setja upp einhvers konar leikrit eða leika einhvers konar skýrt kynhlutverk til að fá almennilega þjónustu. Ef þau gerðu það ekki þá upplifðu þau eða óttuðust um að þeim yrði neitað um þjónustu eða það yrði hægt á þeirra ferli eða það myndi ógna þeirra ferli eða vegferð í heilbrigðiskerfinu.“ Ugla segir að ekki séu nægilega skýrar verklagsreglur um kynleiðréttingarferlið hér á landi. Hún segir að það eina sem komi fram í verklagsreglum teymis landspítalans sé að greining og mat hjá sálfræðingi hjá geðlækni eða sálfræðingi í minnst sex mánuði. Þar sé metið hvort fólk sé tilbúið að hefja hormónameðferð. „Ég á rosalega erfitt með að ímynda mér nákvæmlega hvernig þetta er gert. Miðað við það sem trans fólk er að segja sem ég ræddi við þá þurftu þau að lifa í eitt ár í einhvers konar „real life experience“ eða undirbúningsferli. Svo gátu þau byrjað á hormónum. Það er sem sagt gerð krafa til þess að þau væru byrjuð að lifa „samkvæmt sjálfu sér“ áður en þau fá að fara á hormóna. En samkvæmt því sem ég fékk frá Landspítala þá er það ekki lengur krafa. Þannig það er óljóst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru og það stenst ekki lögin sjálf.“ Ugla Stefanía og maki hennrar Fox Fisher voru boðuð á fund Theresu May, forsætiráðherra Bretlands, í síðasta mánuði til að ræða málefni kynsegin fólks, sem skilgreinir sig hvorki sem kvenkyns eða karlkyns.Fox Fisher Sjúkdómsvætt þegar fólk fer út fyrir hefðbundin kynjahlutverk Ugla segir að mikilvægt sé að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera meira á forsendum trans fólks en ekki ferli þar sem fólk þurfi að sanna kynvitund sína. „Viðmótið á að vera að manneskja geti leitað til þessa teymis, tilgreint þeim að hún sé trans og vilji hefja einhverskonar kynleiðréttingarferli Teymið ætti í raun bara að vera að sjá til þess að fólk fái heilbrigðisþjónustu og halda vel utan um þá þjónustu og sjá til þess að fólk sé að fá hana. Hvort sem það er sálfræðiþjónusta eða hormónar og svo hugsanlega í kjölfarið af því aðgerðir. Þau eiga ekki að leggja huglægt mat á ástand fólks eða láta þau sanna sína kynvitund. Auðvitað er það ekki þannig að manneskja kemur þarna inn og fær hormóna daginn eftir, það er auðvitað alls konar sem þarf að gera.“ Er einhver annar staður í heilbrigðiskerfinu þar sem fólk er beðið að sanna ástand sitt á viðlíka hátt? „Nei í rauninni ekki. Fólk sem leitar til sálfræðinga varðandi ýmisskonar hluti þarf ekki að sanna hvort það sé þetta eða hitt. Og sömuleiðis ef þú ætlar að fara í brjóstastækkun eða brjóstaminnkun eða ef fólk vill fara í einhverskonar lýtaaðgerðir þá þarf fólk enga greiningu frá geðlækni til að mega það. Það virðast bara vera ákveðnar aðgerðir sem krefjast ekki mats geðlæknis og það eru oftast aðgerðir sem styðja við einhverskonar kvenleika eða karlmennsku en þessar aðgerðir fara náttúrulega þvert á þessar hugmyndir þannig það virðist vera að það sé rosalega sjúkdómsvætt og að fólk þurfi einhvern veginn að sanna sig fyrir einhverjum geðlækni.“ Misskilningur að fólk sjái eftir ferlinuUgla segir það ekki lausnina að fólk geti gengið á fund læknis og farið út með hormóna. Ferlið sé í eðli sínu flókið en að viðmótið sem trans fólk mæti geri illt verra.„Eins og staðan er í dag þá er þessi bið til dæmis eftir hormónum rosalega löng og bundin því að þú fáir einhverskonar greiningu. Í rauninni ætti þjónustan ekki að snúast um að þú sért að fá einhverskonar greiningu sem einhver geðlæknir leggur á þig eða sálfræðingur út frá huglægu mati. Það eina sem ætti að ráða því að fólk fái þjónustu væri að það segði „ég er trans og þarf þetta“ og þá væntanlega fellur þú undir einhverja greiningu í heilbrigðiskerfinu og þá er hægt að veita ákveðna þjónustu.“Ugla segir einnig á misskilningi byggt að hátt hlutfall trans fólks sjái eftir því að hafa farið í kynleiðréttingaraðgerðir eða hafið hormónameðferð. Margar rannsóknir sem sýni annað séu einfaldlega aðferðafræðilega gallaðar.„Tölurnar eru svo gríðarlega gríðarlega lágar í samanburði við hið góða sem kemur út úr því. Það hunsar algjörlega bætt lífsgæði trans fólks sem eru rosaleg. Flest allt trans fólks sem gengur í gegnum aðgerðir og meðferðir bætir sín lífsgæði til muna. Það eru alveg rannsóknir sem sýna fram á það að hlutfall trans barna sem hafa fengið hormónablokkera og hafa gengið í gegnum einhverskonar ferli sem hafa svo síðar meir byrjað á krosshormónum og farið í aðgerðir er rosalega hátt,“ segir Ugla.„Þannig að þessar raddir sem segja að fólk fari að sjá eftir þessu eru að velja út einstök dæmi þar sem hugsanlega aðrir þættir eru að spila inn í. Hugsanlega eru það þættir sem tengjast kynjaviðmiðum, hugsanlega eru það mjög sterk kynjahlutverk og að fólki finnist því ýtt inn í einhver ákveðin kynhlutverk. Í rannsókn sem mikið er vitnað í í Bretlandi er sagt að 80% trans barna hætti við. Hún rosalega aðfræðilega gölluð og eru ekki einungis að athuga börn sem voru greind með kynáttunarvanda eða kynama heldur tók það bara öll börn sem leituðu til þessa heilbrigðisstofnana. Það var verið að reyna að telja með fólk sem var ekki einu sinni trans til að nota gegn trans fólki. Allar þessar rannsóknir sem sýna að trans fólk sjái eftir aðgerðum eða hætti við eru aðfræðilega gallaðar og margar hafa verið hraktar en það virðist alltaf vera eins og tvær eða þrjár rannsóknir séu alltaf teknar upp aftur og aftur þó það sé löngu búið að sýna fram á að þær séu gallaðar.“Ugla Stefanía segir að mikilvægt sé að skýra regluverk um kynleiðréttingarferlið.Oddvar HjartarsonÞörf á að stokka upp í kerfinuUgla telur þó að teymi Landspítalans um kynáttunarvanda, sem fer með málefni trans fólks innan heilbrigðiskerfisins sé mjög meðvitað um stöðu trans fólks og að þau geti upplifað mikla vanlíðan. Vandamálið birtist helst þegar trans fólk þarf að leita annað innan heilbrigðiskerfisins.„Það voru nokkrir viðmælendur sem sögðust vera að upplifa mikinn kvíða og mikið þunglyndi en að teymi landspítalans gæti ekki veitt þeim þá þjónustu sem þau þurftu og vísuðu þeim almennt eitthvað annað. Og þegar þú ert kominn eitthvað annað þá er skilningur á transmálefnum lítill sem enginn. Þannig að trans fólk upplifir það að þau þyrftu að fræða starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins um transmálefni til að geta fengið þjónustu varðandi kvíða og þunglyndi.“Aðspurð hvað það sé sem þurfi að breytast fyrst svo að þessum málum verði betur farið segir Ugla að regluverkið sjálft í kringum kynleiðréttingarferlið þurfi sjálft að breytast.„Það væri hægt að breyta einstaka hlut innan teymisins en í rauninni þarf að breyta því og stokka upp í því og byggja það upp á annan hátt. Bæta við fleira fólki og sjá til þess að það verði þjónusta en ekki einhverskonar meðferðar-og greiningarferli. Það felur í sér mjög miklar breytingar á teyminu og regluverki þess. Það þyrfti að setja upp nýtt teymi. Einstaklingar innan núverandi teymisins gætu vissulega unnið eitthvað áfram en allar verklagsreglur þyrftu að vera skýrari og öll meðferðin. Og hún þyrfti sömuleiðis að vera endurmetin á ári hverju.“ Hinsegin Tengdar fréttir Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Trans fólk er sjúkdómsvætt í íslensku heilbrigðiskerfi og mætir oft skilningsleysi hjá heilbrigðisstarfsfólki sem er ekki nægilega vel að sér í málefnum trans fólks. Trans fólki er skylt að sanna sína kynvitund og er hún sjúkdómsvædd á þann hátt að trans er álitinn geðsjúkdómur. Mikilvægt er að skýra verklag og reglugerðir um kynleiðréttingarferlið svo trans fólk geti leitað sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, sem skilaði af sér mastersritgerð um málefnið í kynjafræði frá Háskóla Íslands í vor. Ritgerðin ber titilinn „Í hvernig nærfötum ertu núna?“ og segir Ugla að það sé spurning sem einn viðmælandi hennar fékk frá heilbrigðisstarfsmanni á bráðageðdeild Landspítala. „Titillinn á ritgerðinni er bein tilvitnun í viðmælanda sem mætti á bráðadeild geðsviðs landspítala vegna þess að viðkomandi var á slæmum stað. Viðkomandi er trans og vantaði að leita sér hjálpar. Þegar viðkomandi mætir þar þá er honum komið í samband við einstakling sem vinnur í teymi Landspítala um málefni trans fólks og fær viðtal og er fyrst spurt að því hvort að þau séu á einhvers konar fíkniefnum og önnur spurningin er „í hvernig nærfötum ertu núna?“ Og þetta gerðist árið 2016,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Þurftu að setja upp leikrit Ugla bendir á að hvergi annars staðar í heilbrigðiskerfinu sé fólki gert að haga sér á ákveðinn hátt til að „sanna“ að það eigi rétt á ákveðinni þjónustu. „Það helsta sem kom í ljós var að trans fólkið sem ég ræddi við þeim fannst þau þurfa að setja upp einhvers konar leikrit eða leika einhvers konar skýrt kynhlutverk til að fá almennilega þjónustu. Ef þau gerðu það ekki þá upplifðu þau eða óttuðust um að þeim yrði neitað um þjónustu eða það yrði hægt á þeirra ferli eða það myndi ógna þeirra ferli eða vegferð í heilbrigðiskerfinu.“ Ugla segir að ekki séu nægilega skýrar verklagsreglur um kynleiðréttingarferlið hér á landi. Hún segir að það eina sem komi fram í verklagsreglum teymis landspítalans sé að greining og mat hjá sálfræðingi hjá geðlækni eða sálfræðingi í minnst sex mánuði. Þar sé metið hvort fólk sé tilbúið að hefja hormónameðferð. „Ég á rosalega erfitt með að ímynda mér nákvæmlega hvernig þetta er gert. Miðað við það sem trans fólk er að segja sem ég ræddi við þá þurftu þau að lifa í eitt ár í einhvers konar „real life experience“ eða undirbúningsferli. Svo gátu þau byrjað á hormónum. Það er sem sagt gerð krafa til þess að þau væru byrjuð að lifa „samkvæmt sjálfu sér“ áður en þau fá að fara á hormóna. En samkvæmt því sem ég fékk frá Landspítala þá er það ekki lengur krafa. Þannig það er óljóst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru og það stenst ekki lögin sjálf.“ Ugla Stefanía og maki hennrar Fox Fisher voru boðuð á fund Theresu May, forsætiráðherra Bretlands, í síðasta mánuði til að ræða málefni kynsegin fólks, sem skilgreinir sig hvorki sem kvenkyns eða karlkyns.Fox Fisher Sjúkdómsvætt þegar fólk fer út fyrir hefðbundin kynjahlutverk Ugla segir að mikilvægt sé að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera meira á forsendum trans fólks en ekki ferli þar sem fólk þurfi að sanna kynvitund sína. „Viðmótið á að vera að manneskja geti leitað til þessa teymis, tilgreint þeim að hún sé trans og vilji hefja einhverskonar kynleiðréttingarferli Teymið ætti í raun bara að vera að sjá til þess að fólk fái heilbrigðisþjónustu og halda vel utan um þá þjónustu og sjá til þess að fólk sé að fá hana. Hvort sem það er sálfræðiþjónusta eða hormónar og svo hugsanlega í kjölfarið af því aðgerðir. Þau eiga ekki að leggja huglægt mat á ástand fólks eða láta þau sanna sína kynvitund. Auðvitað er það ekki þannig að manneskja kemur þarna inn og fær hormóna daginn eftir, það er auðvitað alls konar sem þarf að gera.“ Er einhver annar staður í heilbrigðiskerfinu þar sem fólk er beðið að sanna ástand sitt á viðlíka hátt? „Nei í rauninni ekki. Fólk sem leitar til sálfræðinga varðandi ýmisskonar hluti þarf ekki að sanna hvort það sé þetta eða hitt. Og sömuleiðis ef þú ætlar að fara í brjóstastækkun eða brjóstaminnkun eða ef fólk vill fara í einhverskonar lýtaaðgerðir þá þarf fólk enga greiningu frá geðlækni til að mega það. Það virðast bara vera ákveðnar aðgerðir sem krefjast ekki mats geðlæknis og það eru oftast aðgerðir sem styðja við einhverskonar kvenleika eða karlmennsku en þessar aðgerðir fara náttúrulega þvert á þessar hugmyndir þannig það virðist vera að það sé rosalega sjúkdómsvætt og að fólk þurfi einhvern veginn að sanna sig fyrir einhverjum geðlækni.“ Misskilningur að fólk sjái eftir ferlinuUgla segir það ekki lausnina að fólk geti gengið á fund læknis og farið út með hormóna. Ferlið sé í eðli sínu flókið en að viðmótið sem trans fólk mæti geri illt verra.„Eins og staðan er í dag þá er þessi bið til dæmis eftir hormónum rosalega löng og bundin því að þú fáir einhverskonar greiningu. Í rauninni ætti þjónustan ekki að snúast um að þú sért að fá einhverskonar greiningu sem einhver geðlæknir leggur á þig eða sálfræðingur út frá huglægu mati. Það eina sem ætti að ráða því að fólk fái þjónustu væri að það segði „ég er trans og þarf þetta“ og þá væntanlega fellur þú undir einhverja greiningu í heilbrigðiskerfinu og þá er hægt að veita ákveðna þjónustu.“Ugla segir einnig á misskilningi byggt að hátt hlutfall trans fólks sjái eftir því að hafa farið í kynleiðréttingaraðgerðir eða hafið hormónameðferð. Margar rannsóknir sem sýni annað séu einfaldlega aðferðafræðilega gallaðar.„Tölurnar eru svo gríðarlega gríðarlega lágar í samanburði við hið góða sem kemur út úr því. Það hunsar algjörlega bætt lífsgæði trans fólks sem eru rosaleg. Flest allt trans fólks sem gengur í gegnum aðgerðir og meðferðir bætir sín lífsgæði til muna. Það eru alveg rannsóknir sem sýna fram á það að hlutfall trans barna sem hafa fengið hormónablokkera og hafa gengið í gegnum einhverskonar ferli sem hafa svo síðar meir byrjað á krosshormónum og farið í aðgerðir er rosalega hátt,“ segir Ugla.„Þannig að þessar raddir sem segja að fólk fari að sjá eftir þessu eru að velja út einstök dæmi þar sem hugsanlega aðrir þættir eru að spila inn í. Hugsanlega eru það þættir sem tengjast kynjaviðmiðum, hugsanlega eru það mjög sterk kynjahlutverk og að fólki finnist því ýtt inn í einhver ákveðin kynhlutverk. Í rannsókn sem mikið er vitnað í í Bretlandi er sagt að 80% trans barna hætti við. Hún rosalega aðfræðilega gölluð og eru ekki einungis að athuga börn sem voru greind með kynáttunarvanda eða kynama heldur tók það bara öll börn sem leituðu til þessa heilbrigðisstofnana. Það var verið að reyna að telja með fólk sem var ekki einu sinni trans til að nota gegn trans fólki. Allar þessar rannsóknir sem sýna að trans fólk sjái eftir aðgerðum eða hætti við eru aðfræðilega gallaðar og margar hafa verið hraktar en það virðist alltaf vera eins og tvær eða þrjár rannsóknir séu alltaf teknar upp aftur og aftur þó það sé löngu búið að sýna fram á að þær séu gallaðar.“Ugla Stefanía segir að mikilvægt sé að skýra regluverk um kynleiðréttingarferlið.Oddvar HjartarsonÞörf á að stokka upp í kerfinuUgla telur þó að teymi Landspítalans um kynáttunarvanda, sem fer með málefni trans fólks innan heilbrigðiskerfisins sé mjög meðvitað um stöðu trans fólks og að þau geti upplifað mikla vanlíðan. Vandamálið birtist helst þegar trans fólk þarf að leita annað innan heilbrigðiskerfisins.„Það voru nokkrir viðmælendur sem sögðust vera að upplifa mikinn kvíða og mikið þunglyndi en að teymi landspítalans gæti ekki veitt þeim þá þjónustu sem þau þurftu og vísuðu þeim almennt eitthvað annað. Og þegar þú ert kominn eitthvað annað þá er skilningur á transmálefnum lítill sem enginn. Þannig að trans fólk upplifir það að þau þyrftu að fræða starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins um transmálefni til að geta fengið þjónustu varðandi kvíða og þunglyndi.“Aðspurð hvað það sé sem þurfi að breytast fyrst svo að þessum málum verði betur farið segir Ugla að regluverkið sjálft í kringum kynleiðréttingarferlið þurfi sjálft að breytast.„Það væri hægt að breyta einstaka hlut innan teymisins en í rauninni þarf að breyta því og stokka upp í því og byggja það upp á annan hátt. Bæta við fleira fólki og sjá til þess að það verði þjónusta en ekki einhverskonar meðferðar-og greiningarferli. Það felur í sér mjög miklar breytingar á teyminu og regluverki þess. Það þyrfti að setja upp nýtt teymi. Einstaklingar innan núverandi teymisins gætu vissulega unnið eitthvað áfram en allar verklagsreglur þyrftu að vera skýrari og öll meðferðin. Og hún þyrfti sömuleiðis að vera endurmetin á ári hverju.“
Hinsegin Tengdar fréttir Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27
Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00