Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Guðríður Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:48 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til þeirra sem gera vel/betur. Það er tvennt sem ég hef við þetta að athuga. Annars vegar vil ég benda á að fjármagn dettur ekki af himnum ofan þótt svo menntastofnanir séu færðar í einkarekstur. Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu. Í dag eru leik- og grunnskólar vanfjármagnaðir af sveitarfélögunum. Þannig hafa þeir verið lengi og laun kennara langt undir sambærilegum hópum háskólamenntaðra starfsmanna í opinbera geiranum. Einkaframtakinu munu ekki falla til aukakrónur til að hækka laun kennara bara sí svona. Menntun er ekki „bisness“ og má aldrei verða. Í öðru lagi vara ég eindregið við því að byggja inn einhverskonar hvatakerfi í kjarasamninga kennara, slíkt felur í sér að sumir kennarar fá meira borgað en aðrir á grundvelli frammistöðu, því eins og áður er sama krónan bara notuð einu sinni. Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjölda nemenda? Og hvernig eigum við að meta þetta með tilliti til þess að nemendur eru alls konar og mismunandi og þurfa mismikinn tíma og þolinmæði kennarans? Eiga kennarar að kaupa sér vinsældir nemenda til þess að „jólabónusinn“ skili sér í hús? Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður. Það má svo sannarlega endurskoða kjarasamninga kennara, losa upp vinnuskylduna og auka frelsi kennara til að ráðstafa vinnutíma sínum. Það þarf að meta það aukna álag sem núverandi menntastefna felur í sér fyrir kennara, það þarf að meta þann gríðarlega tíma sem fer í samskipti við heimili, nemendur og stuðningsnet nemenda inn í grunnskólanum, allt meira og minna verk sem hefur verið bætt við vinnu kennara á undanförnum árum. Og fyrst og síðast þarf að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf, það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skoðun Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til þeirra sem gera vel/betur. Það er tvennt sem ég hef við þetta að athuga. Annars vegar vil ég benda á að fjármagn dettur ekki af himnum ofan þótt svo menntastofnanir séu færðar í einkarekstur. Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu. Í dag eru leik- og grunnskólar vanfjármagnaðir af sveitarfélögunum. Þannig hafa þeir verið lengi og laun kennara langt undir sambærilegum hópum háskólamenntaðra starfsmanna í opinbera geiranum. Einkaframtakinu munu ekki falla til aukakrónur til að hækka laun kennara bara sí svona. Menntun er ekki „bisness“ og má aldrei verða. Í öðru lagi vara ég eindregið við því að byggja inn einhverskonar hvatakerfi í kjarasamninga kennara, slíkt felur í sér að sumir kennarar fá meira borgað en aðrir á grundvelli frammistöðu, því eins og áður er sama krónan bara notuð einu sinni. Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjölda nemenda? Og hvernig eigum við að meta þetta með tilliti til þess að nemendur eru alls konar og mismunandi og þurfa mismikinn tíma og þolinmæði kennarans? Eiga kennarar að kaupa sér vinsældir nemenda til þess að „jólabónusinn“ skili sér í hús? Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður. Það má svo sannarlega endurskoða kjarasamninga kennara, losa upp vinnuskylduna og auka frelsi kennara til að ráðstafa vinnutíma sínum. Það þarf að meta það aukna álag sem núverandi menntastefna felur í sér fyrir kennara, það þarf að meta þann gríðarlega tíma sem fer í samskipti við heimili, nemendur og stuðningsnet nemenda inn í grunnskólanum, allt meira og minna verk sem hefur verið bætt við vinnu kennara á undanförnum árum. Og fyrst og síðast þarf að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf, það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun