Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2017 20:45 Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30