Sjötta fjöldaútrýming dýrategunda á jörðinni þegar hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 10:52 Ljónið er ein þeirra dýrategunda sem hefur fækkað mikið undanfarna áratugi. vísir/getty Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“ Dýr Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“
Dýr Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira