Sjötta fjöldaútrýming dýrategunda á jörðinni þegar hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 10:52 Ljónið er ein þeirra dýrategunda sem hefur fækkað mikið undanfarna áratugi. vísir/getty Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“ Dýr Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“
Dýr Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira