Gæti tekið mánuði að bera kennsl á líkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 09:05 Leit og rannsókn mun líklega ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. vísir/epa Búist er við að það muni taka að minnsta kosti fjóra mánuði að finna og bera kennsl á þá sem létust í brunanum í Grenfell-turni í London í síðasta mánuði. Alls var 73 saknað eftir brunann, þar af á eftir bera kennsl á 41. Sérhæft teymi bresku lögreglunnar vinnur baki brotnu að því að leita að fólki í rústunum, en þó eru taldar eru hverfandi líkur á að hægt verði að bera kennsl á alla. Alistair Hutchins, sem fer fyrir rannsókn málsins fyrir hönd lögreglunnar, hefur biðlað til fjölskyldna fórnarlambanna að sýna þolinmæði, en fjórar vikur eru frá brunanum mikla. Haft er eftir Hutchins á vef Sky News að tólf lögreglumenn, sem sérhæfi sig í að bera kennsl á fólk eftir hamfarir, vinni nú í byggingunni, auk tólf leitarsérfræðinga og sex fornleifafræðinga. Þeim er skipt í fjóra til sex hópa og vinnur hver hópur í um þrjár klukkustundir í senn. Um er að ræða 24 hæða byggingu. Hóparnir spreyja á veggina til þess að átta sig á hvaða svæði búið er að kemba en byggingin er nú rústir einar. Aðstandendur fórnarlambanna hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir seinagang við leitina. Hutchins segist á vef Guardian skilja vonbrigði fólksins en fullyrðir að reynt verði að ljúka rannsókn hið allra fyrsta. „Ég skil vonbrigði fjölskyldnanna mjög, mjög vel, og það er eðlilegt að þau vilji fá svör. En það eina sem ég get sagt að svo stöddu er verið þolinmóð,“ segir Hutchins. „Við erum að gera okkar allra besta og vinnum eins hörðum höndum og við getum.“ Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Staðfest að fimm ára drengur fórst í Grenfell-brunanum Búið er að bera kennsl á lík hins fimm ára Isaac Paulous sem lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum þann 14. júní. 27. júní 2017 10:30 Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið "myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum. 26. júní 2017 09:05 Eftirlifendur Grenfell brunans krefjast þess að forsætisráðherra endurskipuleggi rannsókn Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur. 3. júlí 2017 20:50 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Búist er við að það muni taka að minnsta kosti fjóra mánuði að finna og bera kennsl á þá sem létust í brunanum í Grenfell-turni í London í síðasta mánuði. Alls var 73 saknað eftir brunann, þar af á eftir bera kennsl á 41. Sérhæft teymi bresku lögreglunnar vinnur baki brotnu að því að leita að fólki í rústunum, en þó eru taldar eru hverfandi líkur á að hægt verði að bera kennsl á alla. Alistair Hutchins, sem fer fyrir rannsókn málsins fyrir hönd lögreglunnar, hefur biðlað til fjölskyldna fórnarlambanna að sýna þolinmæði, en fjórar vikur eru frá brunanum mikla. Haft er eftir Hutchins á vef Sky News að tólf lögreglumenn, sem sérhæfi sig í að bera kennsl á fólk eftir hamfarir, vinni nú í byggingunni, auk tólf leitarsérfræðinga og sex fornleifafræðinga. Þeim er skipt í fjóra til sex hópa og vinnur hver hópur í um þrjár klukkustundir í senn. Um er að ræða 24 hæða byggingu. Hóparnir spreyja á veggina til þess að átta sig á hvaða svæði búið er að kemba en byggingin er nú rústir einar. Aðstandendur fórnarlambanna hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir seinagang við leitina. Hutchins segist á vef Guardian skilja vonbrigði fólksins en fullyrðir að reynt verði að ljúka rannsókn hið allra fyrsta. „Ég skil vonbrigði fjölskyldnanna mjög, mjög vel, og það er eðlilegt að þau vilji fá svör. En það eina sem ég get sagt að svo stöddu er verið þolinmóð,“ segir Hutchins. „Við erum að gera okkar allra besta og vinnum eins hörðum höndum og við getum.“
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Staðfest að fimm ára drengur fórst í Grenfell-brunanum Búið er að bera kennsl á lík hins fimm ára Isaac Paulous sem lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum þann 14. júní. 27. júní 2017 10:30 Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið "myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum. 26. júní 2017 09:05 Eftirlifendur Grenfell brunans krefjast þess að forsætisráðherra endurskipuleggi rannsókn Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur. 3. júlí 2017 20:50 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Staðfest að fimm ára drengur fórst í Grenfell-brunanum Búið er að bera kennsl á lík hins fimm ára Isaac Paulous sem lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum þann 14. júní. 27. júní 2017 10:30
Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið "myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum. 26. júní 2017 09:05
Eftirlifendur Grenfell brunans krefjast þess að forsætisráðherra endurskipuleggi rannsókn Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur. 3. júlí 2017 20:50