Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 21:14 Talsmaður Tony Blair segir að ljóst sé af viðtali BBC við Chilcot að hann hafi ekki logið. Vísir/AFP Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994. Írak Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994.
Írak Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira