Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 21:14 Talsmaður Tony Blair segir að ljóst sé af viðtali BBC við Chilcot að hann hafi ekki logið. Vísir/AFP Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994. Írak Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994.
Írak Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira