Nýir ráðherrar taka sæti í ríkisstjórn Macron Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Francois Bayrou er formaður MoDem og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/afp Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra. Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra.
Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00
Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54
Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05