Viðskipti innlent

Aðalbjörg ráðin skólastjóri í Fossvogsskóla

Atli Ísleifsson skrifar
Nemendur í Fossvogsskóla.
Nemendur í Fossvogsskóla. reykjavíkurborg
Aðalbjörg Ingadóttir hefur verið ráðin skólastjóri í Fossvogsskóla og tekur hún við stöðunni af Óskari Sigurði Einarssyni.

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að Aðalbjörg hafi lokið M.Ed. gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands og diplómu í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennslufræði og skólastarf.

„Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri í afleysingum, síðast í Norðlingaskóla.

11 umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í Fossvogsskóla, en umsóknarfrestur rann út 14. maí 2017.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×