Minntust franskra sjóara sem sóttu sjóinn á Íslandi 12. júní 2017 10:30 Forsetarnir Guðni og Vigdís afhjúpuðu skjöldinn ásamt sendiherra Frakka. MYND/PÁLMI JÓHANNESSON Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins. Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins.
Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira