Minntust franskra sjóara sem sóttu sjóinn á Íslandi 12. júní 2017 10:30 Forsetarnir Guðni og Vigdís afhjúpuðu skjöldinn ásamt sendiherra Frakka. MYND/PÁLMI JÓHANNESSON Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins. Forseti Íslands Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins.
Forseti Íslands Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira