Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 08:07 Lögreglan hefur birt myndir innan úr turninum sem sýna vel eyðilegginguna sem eldurinn olli. vísir/epa Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí Sjá meira
Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18