Einn situr eftir í skotgröfunum Þórir Garðarsson skrifar 31. maí 2017 20:54 Upp á síðkastið hafa þingmenn hver á fætur öðrum bakkað frá hugmyndinni um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna á miðju næsta ári. Þeir taka undir að tímasetningin sé arfavitlaus og að hærri virðisaukaskattur skekki samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Einn situr þó sem fastast í skotgröfunum, góði dátinn Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Nú síðast í stjórnmálaumræðum á Alþingi endurtók hann í hundraðasta skipti möntruna um að stærsta atvinnugreinin ætti að vera í sama rekstrarumhverfi og aðrar. En það er vita vonlaust viðmið fyrir atvinnugrein sem er fyrst og fremst í samkeppni um erlenda viðskiptavini. Þeir ferðast bara annað ef þeim ofbýður skattlagningin.Nei, þetta eru ekki skattaívilnanir Áfram hangir fjármálaráðherrann á því að hætta þurfi skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Þetta er rangt hjá honum. Atvinnugreinin nýtur engra skattaívilnana þó hún fái að keppa við önnur ferðamannalönd á jafnréttisgrundvelli. Nú þegar stendur ferðaþjónustan undir 15% af tekjum ríkissjóðs. Útgjöld vegna ferðamanna eru aðeins brot af þeirri innkomu. Fjármálaráðherrann hrópar upp úr skotgröfunum að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar styrki krónuna svo mjög að hún ógni hag allra útflutningsgreina í landinu. Hækkun virðisaukaskatts eftir eitt ár breytir engu um það núna. Hvers vegna lítur ráðherrann sér ekki nær og talar við Seðlabankann? Aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans hafa ekki minni áhrif á styrkingu krónunnar en erlendir ferðamenn. Bankinn er hættur að kaupa gjaldeyri og hann heldur uppi háu vaxtastigi sem heftir útstreymi gjaldeyris og hvetur til vaxtamunarviðskipta.Ríkið sjálft er slóði Eftir tiltalið við Seðlabankann mætti ráðherrann taka til í eigin ranni. Slóðaskapur ríkisstofnana vegna svartrar húsaleigu til ferðamanna og starfsemi óskráðra erlendra fyrirtækja og starfsmanna þeirra hér á landi er yfirþyrmandi. Ríki og sveitarfélög verða af milljarða króna tekjum, íbúðaverð í Reykjavík spennist upp og grafið er undan heiðarlegri starfsemi fyrirtækja sem standa skil á öllu sínu. Mestan áhuga sýnir fjármálaráðherrann samt á að ná meiri fjármunum út úr þeim sem þegar standa skil á sínu.Lifað í sjálfsblekkinguÞegar menn eru búnir að grafa sig djúpt niður í skotgrafir þykir gott að grípa til sjálfsblekkingar til að réttlæta kyrrstöðuna. Fjármálaráðherrann segir að þeir rúmlega 20 milljarðar sem ríkissjóður ætlar að hafa aukalega af erlendum ferðamönnum fari beinustu leið í vasa almennings því lækka eigi hærra þrep virðisaukaskattsins um 1,5%. Hvernig í ósköpunum dettur manninum í hug að eitt og hálft prósent lækkun virðisaukaskatts muni skila sér óskert til neytenda? Hvern er verið að blekkja? Ráðherrann talar mikið um að einfalda skattkerfið. Hvers vegna þá ekki að sýna kjark og ganga alla leið? Stíga skrefið til fulls og taka upp eitt hóflegt þrep virðisaukaskatts og engar undanþágur. Sá skattur gæti verið 15% og allir yrðu sáttir. Slík breyting mundi skila sér öllu betur til neytenda en þau nánast ósýnilegu 1,5% sem ráðgerð eru. Áhætta tekin með almannahagsmuniÍ umræðunum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt. Mikið væri gaman ef hann gerði það sjálfur í þessum efnum. Mikið væri gott ef hann gerði sér grein fyrir því hvers konar áhættu hann er að taka með þessari skotgrafanálgun sinni á rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem skilar tæpum 40% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Staða ferðaþjónustunnar er afar viðkvæm um þessar mundir vegna styrkingar krónunnar. Lítið þarf út af að bregða til að ferðahegðun hér á landi breytist á skömmum tíma til hins verra og ferðamenn hætti að hafa efni á að fara út fyrir suðvesturhorn landsins. Svo sannarlega er þar um mikilvæga almannahagsmuni að ræða, ekki síst á landsbyggðinni.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa þingmenn hver á fætur öðrum bakkað frá hugmyndinni um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna á miðju næsta ári. Þeir taka undir að tímasetningin sé arfavitlaus og að hærri virðisaukaskattur skekki samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Einn situr þó sem fastast í skotgröfunum, góði dátinn Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Nú síðast í stjórnmálaumræðum á Alþingi endurtók hann í hundraðasta skipti möntruna um að stærsta atvinnugreinin ætti að vera í sama rekstrarumhverfi og aðrar. En það er vita vonlaust viðmið fyrir atvinnugrein sem er fyrst og fremst í samkeppni um erlenda viðskiptavini. Þeir ferðast bara annað ef þeim ofbýður skattlagningin.Nei, þetta eru ekki skattaívilnanir Áfram hangir fjármálaráðherrann á því að hætta þurfi skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Þetta er rangt hjá honum. Atvinnugreinin nýtur engra skattaívilnana þó hún fái að keppa við önnur ferðamannalönd á jafnréttisgrundvelli. Nú þegar stendur ferðaþjónustan undir 15% af tekjum ríkissjóðs. Útgjöld vegna ferðamanna eru aðeins brot af þeirri innkomu. Fjármálaráðherrann hrópar upp úr skotgröfunum að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar styrki krónuna svo mjög að hún ógni hag allra útflutningsgreina í landinu. Hækkun virðisaukaskatts eftir eitt ár breytir engu um það núna. Hvers vegna lítur ráðherrann sér ekki nær og talar við Seðlabankann? Aðgerðir og aðgerðaleysi Seðlabankans hafa ekki minni áhrif á styrkingu krónunnar en erlendir ferðamenn. Bankinn er hættur að kaupa gjaldeyri og hann heldur uppi háu vaxtastigi sem heftir útstreymi gjaldeyris og hvetur til vaxtamunarviðskipta.Ríkið sjálft er slóði Eftir tiltalið við Seðlabankann mætti ráðherrann taka til í eigin ranni. Slóðaskapur ríkisstofnana vegna svartrar húsaleigu til ferðamanna og starfsemi óskráðra erlendra fyrirtækja og starfsmanna þeirra hér á landi er yfirþyrmandi. Ríki og sveitarfélög verða af milljarða króna tekjum, íbúðaverð í Reykjavík spennist upp og grafið er undan heiðarlegri starfsemi fyrirtækja sem standa skil á öllu sínu. Mestan áhuga sýnir fjármálaráðherrann samt á að ná meiri fjármunum út úr þeim sem þegar standa skil á sínu.Lifað í sjálfsblekkinguÞegar menn eru búnir að grafa sig djúpt niður í skotgrafir þykir gott að grípa til sjálfsblekkingar til að réttlæta kyrrstöðuna. Fjármálaráðherrann segir að þeir rúmlega 20 milljarðar sem ríkissjóður ætlar að hafa aukalega af erlendum ferðamönnum fari beinustu leið í vasa almennings því lækka eigi hærra þrep virðisaukaskattsins um 1,5%. Hvernig í ósköpunum dettur manninum í hug að eitt og hálft prósent lækkun virðisaukaskatts muni skila sér óskert til neytenda? Hvern er verið að blekkja? Ráðherrann talar mikið um að einfalda skattkerfið. Hvers vegna þá ekki að sýna kjark og ganga alla leið? Stíga skrefið til fulls og taka upp eitt hóflegt þrep virðisaukaskatts og engar undanþágur. Sá skattur gæti verið 15% og allir yrðu sáttir. Slík breyting mundi skila sér öllu betur til neytenda en þau nánast ósýnilegu 1,5% sem ráðgerð eru. Áhætta tekin með almannahagsmuniÍ umræðunum á Alþingi sagði fjármálaráðherra: verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt. Mikið væri gaman ef hann gerði það sjálfur í þessum efnum. Mikið væri gott ef hann gerði sér grein fyrir því hvers konar áhættu hann er að taka með þessari skotgrafanálgun sinni á rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem skilar tæpum 40% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Staða ferðaþjónustunnar er afar viðkvæm um þessar mundir vegna styrkingar krónunnar. Lítið þarf út af að bregða til að ferðahegðun hér á landi breytist á skömmum tíma til hins verra og ferðamenn hætti að hafa efni á að fara út fyrir suðvesturhorn landsins. Svo sannarlega er þar um mikilvæga almannahagsmuni að ræða, ekki síst á landsbyggðinni.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun