Nefnd í stað fjármagns Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun