Sáttameðferð Helga Vala Helgadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 „Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
„Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar