Íslandsmeistaratitillinn í Safamýrina eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2017 06:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lyfta bikarnum. vísir/eyþór Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira