Horfði á Stellu vinna og langaði að vera með Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2017 07:00 Ragnheiður Júlíusdóttir er nú orðin Íslandsmeistari og ætlar að vinna titilinn aftur. vísir/eyþór Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára gömul stórskytta Fram, varð Íslandsmeistari á miðvikudagskvöldið þegar Safamýrarstúlkur kláruðu einvígið á móti Stjörnunni í lokaúrslitum Olís-deildarinnar, 3-1. Ragnheiður fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk en hún varð markahæsti leikmaður lokaúrslitanna í ár með 27 mörk eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Ragnheiður gat lítið fagnað titlinum nema rétt á gólfinu á meðan partístrimlarnir féllu til jarðar og mættu þar gleðitárum Framstúlkna. Þegar gólfið var svo sópað og allir búnir í sturtu tók raunveruleikinn aftur við. Ragnheiður þurfti nefnilega að mæta í próf í gærmorgun. „Þetta var nú bara enskupróf, ekkert það erfitt. Ég lærði bara í nótt og mætti svo í prófið,“ segir Ragnheiður sem fær tækifæri til að fagna þessum merka áfanga sínum og titli liðsins um helgina. „Við náðum ekkert að fagna almennilega. Það er leiðinlegt að vinna þetta svona í miðri viku þó tilfinningin hafi verið æðisleg og léttirinn ógeðslega mikill. Við skemmtum okkur um helgina bara í staðinn,“ segir hún.Ragnheiður fagnar titlinum með látum í Safamýri á miðvikudagskvöldið.vísir/anton brinkÁttum þetta skilið Framstúlkur voru búnar að fara flatt út úr tveimur stórum leikjum á móti Stjörnunni en Garðbæingar höfðu betur þegar liðin mættust í úrslitaleik bikarsins og í hreinum úrslitaleik liðanna um deildarmeistaratitilinn. Fram byrjaði betur í lokaúrslitunum og komst í 2-0 en Stjarnan svaraði með stórsigri í leik þrjú og minnkaði muninn. Fór þá skjálfti um Ragnheiði og stöllur hennar? „Ég fór allavega að hugsa fyrir fjórða leikinn að vonandi myndum við ekki mæta svona til leiks aftur. Við vorum búnar að mæta tvisvar illa til leiks á móti þeim í stóra leiki. Ég sá þetta ekki gerast fyrir leik þrjú því stemningin var mikil í hópnum. Stebbi þjálfari sagði samt að þetta væri eðlilegt. Að vera með forskot hefur ekkert alltaf hentað okkur. Það var mjög gott að vinna þetta og mér finnst við eiga þetta mjög mikið skilið,“ segir Ragnheiður sem sér auðvitað á eftir hinum tveimur stóru titlunum. „Ég er mjög sátt með veturinn en við vildum líka vinna bikarinn og deildina. Leikirnir á móti Stjörnunni þar voru skrítnir. Við mættum hrikalega illa til leiks í þá en Íslandsmeistaratitilinn bætir þetta upp.“Ragnheiður tók við skyttustöðunni af Stellu Sigurðardóttur og hefur verið stjarna í deildinni allar götur síðan.vísir/anton brinkStella kveikti neistann Fram varð síðast Íslandsmeistari á vormánuðum árið 2013. Í því liði voru landsliðskonur nánast í hverri stöðu; Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Sunna Jónsdóttir og stórskyttan Stella Sigurðardóttir svo dæmi séu tekin. Fram vann titilinn í dramatískum oddaleik í Safamýri með einu marki og uppi í stúku var fimmtán ára gömul rauðhærð stúlka sem fjórum árum síðar átti eftir að upplifa það sama og þessar stórstjörnur. Þá sem stjarna sjálf. „Ég man eftir þessum leik. Ég sat uppi í stúku í Framheimilinu og horfði á Steinunni og Stellu og allar þessar stelpur verða meistara. Ég man að þarna langaði mig að vera með og byrjaði í meistaraflokki næsta vetur þegar þær voru allar farnar í atvinnumennsku. Ég hélt svo mikið upp á Stellu. Hún var náttúrlega í minni stöðu og var uppáhaldið mitt. Það var geðveikt að sjá þær vinna þetta og það kveikti neistann hjá mér,“ segir Ragnheiður. Hún gerði gott betur en að byrja bara í meistaraflokki. Ragnheiður tók stöðu átrúnaðargoðsins Stellu og varð markahæst á sínu fyrsta tímabili með Fram, 16 ára, með 123 mörk í 22 leikjum. „Ég átti ekki að vera í svona stóru hlutverki þarna en ég stóð mig bara vel á æfingum og hef verið þarna síðan. Ég þakka alltaf Dóra [Halldóri Jóhanni Sigfússyni] fyrir að gefa mér tækifæri,“ segir Ragnheiður.Ragnheiður ætlar að fara að vinna í vetur og vinna titilinn aftur.vísir/eyþórEkki á leið í atvinnumennsku Faðir Ragnheiðar er Júlíus Gunnarsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í handbolta. Hann vill nú alveg benda stúlkunni sinni á það sem miður fer hjá henni og hjálpa henni að verða betri en það er þó ekkert of mikið að sögn Ragnheiðar. „Pabbi er ekkert harður við mig. Hann segir mér alltaf hvað ég eigi að gera betur og svo vill hann að ég æfi undirhandarskotin sem hann var svo frægur fyrir. Hann er alltaf að segja mér hitt og þetta en eftir tapleiki er ég lítið heima. Ég nenni ekki að tala við foreldra mína eftir tapleiki,“ segir hún og hlær við. Stuðningurinn er mikill á heimilinu og skilningurinn mikill enda báðir foreldrar fyrrverandi afreksfólk. Móðir hennar er Guðrún Júlíusdóttir, fyrrverandi landsliðskona í badminton. „Mamma þekkir allt varðandi mataræði og svefn og hjálpar mér mikið. Ég fæ mikinn stuðning heima,“ segir Ragnheiður. Stefnan er ekki sett á atvinnumennsku í vetur. Frábærir leikmenn eru á leið heim í Fram og ætlar Ragnheiður að vinna titilinn aftur. „Ég er að klára skólann núna og útskrifast um næstu helgi. Ég ætla svo að fara að vinna næsta vetur og halda áfram að spila með Fram. Ég mun einn daginn fara út að spila en ég er ekkert að drífa mig út núna,“ segir Ragnheiður Júlíusdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára gömul stórskytta Fram, varð Íslandsmeistari á miðvikudagskvöldið þegar Safamýrarstúlkur kláruðu einvígið á móti Stjörnunni í lokaúrslitum Olís-deildarinnar, 3-1. Ragnheiður fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk en hún varð markahæsti leikmaður lokaúrslitanna í ár með 27 mörk eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Ragnheiður gat lítið fagnað titlinum nema rétt á gólfinu á meðan partístrimlarnir féllu til jarðar og mættu þar gleðitárum Framstúlkna. Þegar gólfið var svo sópað og allir búnir í sturtu tók raunveruleikinn aftur við. Ragnheiður þurfti nefnilega að mæta í próf í gærmorgun. „Þetta var nú bara enskupróf, ekkert það erfitt. Ég lærði bara í nótt og mætti svo í prófið,“ segir Ragnheiður sem fær tækifæri til að fagna þessum merka áfanga sínum og titli liðsins um helgina. „Við náðum ekkert að fagna almennilega. Það er leiðinlegt að vinna þetta svona í miðri viku þó tilfinningin hafi verið æðisleg og léttirinn ógeðslega mikill. Við skemmtum okkur um helgina bara í staðinn,“ segir hún.Ragnheiður fagnar titlinum með látum í Safamýri á miðvikudagskvöldið.vísir/anton brinkÁttum þetta skilið Framstúlkur voru búnar að fara flatt út úr tveimur stórum leikjum á móti Stjörnunni en Garðbæingar höfðu betur þegar liðin mættust í úrslitaleik bikarsins og í hreinum úrslitaleik liðanna um deildarmeistaratitilinn. Fram byrjaði betur í lokaúrslitunum og komst í 2-0 en Stjarnan svaraði með stórsigri í leik þrjú og minnkaði muninn. Fór þá skjálfti um Ragnheiði og stöllur hennar? „Ég fór allavega að hugsa fyrir fjórða leikinn að vonandi myndum við ekki mæta svona til leiks aftur. Við vorum búnar að mæta tvisvar illa til leiks á móti þeim í stóra leiki. Ég sá þetta ekki gerast fyrir leik þrjú því stemningin var mikil í hópnum. Stebbi þjálfari sagði samt að þetta væri eðlilegt. Að vera með forskot hefur ekkert alltaf hentað okkur. Það var mjög gott að vinna þetta og mér finnst við eiga þetta mjög mikið skilið,“ segir Ragnheiður sem sér auðvitað á eftir hinum tveimur stóru titlunum. „Ég er mjög sátt með veturinn en við vildum líka vinna bikarinn og deildina. Leikirnir á móti Stjörnunni þar voru skrítnir. Við mættum hrikalega illa til leiks í þá en Íslandsmeistaratitilinn bætir þetta upp.“Ragnheiður tók við skyttustöðunni af Stellu Sigurðardóttur og hefur verið stjarna í deildinni allar götur síðan.vísir/anton brinkStella kveikti neistann Fram varð síðast Íslandsmeistari á vormánuðum árið 2013. Í því liði voru landsliðskonur nánast í hverri stöðu; Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Sunna Jónsdóttir og stórskyttan Stella Sigurðardóttir svo dæmi séu tekin. Fram vann titilinn í dramatískum oddaleik í Safamýri með einu marki og uppi í stúku var fimmtán ára gömul rauðhærð stúlka sem fjórum árum síðar átti eftir að upplifa það sama og þessar stórstjörnur. Þá sem stjarna sjálf. „Ég man eftir þessum leik. Ég sat uppi í stúku í Framheimilinu og horfði á Steinunni og Stellu og allar þessar stelpur verða meistara. Ég man að þarna langaði mig að vera með og byrjaði í meistaraflokki næsta vetur þegar þær voru allar farnar í atvinnumennsku. Ég hélt svo mikið upp á Stellu. Hún var náttúrlega í minni stöðu og var uppáhaldið mitt. Það var geðveikt að sjá þær vinna þetta og það kveikti neistann hjá mér,“ segir Ragnheiður. Hún gerði gott betur en að byrja bara í meistaraflokki. Ragnheiður tók stöðu átrúnaðargoðsins Stellu og varð markahæst á sínu fyrsta tímabili með Fram, 16 ára, með 123 mörk í 22 leikjum. „Ég átti ekki að vera í svona stóru hlutverki þarna en ég stóð mig bara vel á æfingum og hef verið þarna síðan. Ég þakka alltaf Dóra [Halldóri Jóhanni Sigfússyni] fyrir að gefa mér tækifæri,“ segir Ragnheiður.Ragnheiður ætlar að fara að vinna í vetur og vinna titilinn aftur.vísir/eyþórEkki á leið í atvinnumennsku Faðir Ragnheiðar er Júlíus Gunnarsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í handbolta. Hann vill nú alveg benda stúlkunni sinni á það sem miður fer hjá henni og hjálpa henni að verða betri en það er þó ekkert of mikið að sögn Ragnheiðar. „Pabbi er ekkert harður við mig. Hann segir mér alltaf hvað ég eigi að gera betur og svo vill hann að ég æfi undirhandarskotin sem hann var svo frægur fyrir. Hann er alltaf að segja mér hitt og þetta en eftir tapleiki er ég lítið heima. Ég nenni ekki að tala við foreldra mína eftir tapleiki,“ segir hún og hlær við. Stuðningurinn er mikill á heimilinu og skilningurinn mikill enda báðir foreldrar fyrrverandi afreksfólk. Móðir hennar er Guðrún Júlíusdóttir, fyrrverandi landsliðskona í badminton. „Mamma þekkir allt varðandi mataræði og svefn og hjálpar mér mikið. Ég fæ mikinn stuðning heima,“ segir Ragnheiður. Stefnan er ekki sett á atvinnumennsku í vetur. Frábærir leikmenn eru á leið heim í Fram og ætlar Ragnheiður að vinna titilinn aftur. „Ég er að klára skólann núna og útskrifast um næstu helgi. Ég ætla svo að fara að vinna næsta vetur og halda áfram að spila með Fram. Ég mun einn daginn fara út að spila en ég er ekkert að drífa mig út núna,“ segir Ragnheiður Júlíusdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira