Fyrsta serían sem Anna Úrsúla tapar í úrslitakeppni í tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2017 20:30 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með Íslandsbikarinn. Vísir/Valli Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00
Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45
Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54