Búið að opna kjörstaði í Frakklandi Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 08:20 Kjörstaðir opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum. Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum.
Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52
Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57