Hamingjuóskum rignir yfir Macron Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:43 Emmanuel Macron Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira