Sókn fyrir velferðina Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun