Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 21. apríl 2017 09:00 Garðar Gunnlaugsson, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra. vísir/anton Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir ÍA 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Skagamenn eru að hefja sitt þriðja tímabil í röð í Pepsi-deildinni. Þeir enduðu í 8. sæti í fyrra, einu sæti neðar en árið á undan. ÍA hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2001. Þjálfari ÍA er Gunnlaugur Jónsson. Eftir mikið flakk á fyrstu árum þjálfaraferilsins er Gunnlaugur að hefja sitt fjórða tímabil í röð við stjórnvölinn hjá ÍA. Gunnlaugur er uppalinn Skagamaður og lék með ÍA í mörg ár. Hann var fyrirliði liðsins þegar það varð síðast Íslandsmeistari, fyrir 16 árum. Mögulegt byrjunarliðSkagamenn eiga gríðarlega erfiða byrjun á Íslandsmótinu en í fyrstu þremur umferðunum mæta þeir FH, Val og KR. Tveir þessara leikja eru reyndar á heimavelli sem reyndist ÍA svo vel í fyrra. Í 4. og 5. umferð mæta Akurnesingar svo Grindvíkingum og Eyjamönnum, liðum sem verða væntanlega á svipuðum slóðum í sumar.30. apríl: ÍA - FH, Norðurálsvöllurinn8. maí: ÍA - Valur, Norðurálsvöllurinn14. maí: KR - ÍA, Alvogen-völlurinn22. maí: ÍA - Grindavík, Norðurálsvöllurinn27. maí: ÍBV - ÍA, Hásteinsvöllur Þrír sem ÍA treystir áIngvar Þór Kale, Robert Menzel og Garðar Gunnlaugsson.vísir/ernir/vilhelmIngvar Þór Kale: Þegar Árni Snær Ólafsson sleit krossbönd í vetur fékk Gunnlaugur Ingvar upp á Skaga. Það gæti reynst sterkur leikur því Ingvar er ekki einungis afar reyndur markvörður heldur jafnan góður á fyrsta ári hjá sínum liðum og þegar hann hefur eitthvað að sanna. Sú er svo sannarlega raunin núna því Ingvar missti markvarðarstöðuna hjá Val til Antons Ara Einarssonar í upphafi síðasta sumar og hætti svo hjá félaginu.Robert Menzel: Pólska miðverðinum er ætlað að fylla skarð Ármanns Smára Björnssonar sem hefur lagt skóna á hilluna. Ármann var besti leikmaður ÍA í fyrra ásamt Garðari Gunnlaugssyni og því er skarðið sem Menzel þarf að fylla risastórt. Þessi 26 ára hávaxni miðvörður verður einfaldlega að vera góður.Garðar Gunnlaugsson: Framherjinn átti sitt besta tímabil á ferlinum í fyrra þegar hann skoraði 14 mörk og varð markahæstur í Pepsi-deildinni. Garðar æfði gríðarlega vel síðasta vetur og var heill allt sumarið. Hótelstjórinn hefur skorað 42 mörk í 60 deildarleikjum síðan Gunnlaugur tók við ÍA og hann þarf að halda áfram að skora í sumar því hann er eini eiginlegi markaskorarinn í leikmannahópi ÍA. NýstirniðFyrir tveimur árum slógu Þórður Þorsteinn Þórðarson og Albert Hafsteinsson í gegn, í fyrra var það Tryggvi Hrafn Haraldsson og í sumar gæti röðin verið komin að Steinari Þorsteinssyni. Steinar, sem er 19 ára, kom talsvert við sögu hjá ÍA í fyrra og verður væntanlega í enn stærra hlutverki í sumar. Steinar lék sína fyrstu leiki fyrir U-21 árs landsliðið í síðasta mánuði og það gefur honum væntanlega aukið sjálfstraust fyrir sumarið. MarkaðurinnRobert Menzel á að fylla skarð Ármanns Smára.mynd/íaKomnir: Aron Ýmir Pétursson frá HK Guðmundur Böðvar Guðjónsson frá Fjölni Ingvar Þór Kale frá Val Ragnar Mar Lárusson frá Kára Rashid Yussuff frá Arka Gdynia Robert Menzel frá Podbeskidzie Bielsko-Biala Stefán Ómar Magnússon frá HuginFarnir: Arnór Sigurðsson til Norrköping Ármann Smári Björnsson hættur Ásgeir Marteinsson í HK Darren Lough til South Shields á Englandi Eggert Kári Karlsson í Kára Iain Williamson hættur Jón Vilhelm Ákason Skagamenn hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í vetur. Ármann Smári hefur lagt skóna á hilluna sem og Iain Williamson kom átti góða innkomu í lið ÍA í fyrra. Darren Lough er farinn til heimalandsins og þar með er helmingurinn af fjögurra manna vörn ÍA undanfarin þrjú ár farinn. Ásgeir, Eggert Kári og Jón Vilhelm skiluðu kannski ekki miklu síðasta sumar en spiluðu samt fullt af leikjum. Þá er einn efnilegasti leikmaður ÍA, Arnór Sigurðsson, farinn til Norrköping í Svíþjóð. Útlendingarnir sem ÍA hefur fengið undanfarin tvö ár hafa ekki skilað miklu, fyrir utan Williamson. Á því verður að vera breyting í ár. Menzel þarf að vera góður eins og áður sagði og Rashid Yussuff þarf einnig að skila sínu. Ingvar var fenginn í markið til fylla skarð Árna Snæs eins og fyrr sagði. Þá sneru Aron Ýmir og Guðmundur Böðvar aftur á Skagann. Sá síðarnefndi kom til ÍA á láni frá Fjölni síðasta sumar og samdi svo við uppeldisfélagið eftir tímabilið. Guðmundur Böðvar hefur hins vegar verið meiddur í vetur. Stefán Ómar er efnilegur framherji sem kom frá Hugin. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjeturHjörvar Hafliðason er ekki jafn svartsýnn og margir aðrir um gengi ÍA í sumar. Hjörvar hefur verið einn sérfræðinga Pepsi-markanna um árabil og verður áfram í sumar. „Margir hafa verið að spá Skaganum falli. Ég er ekki sammála því. Það er mikill andi í kringum félagið og margir Skagamenn í liðinu. Þeir hafa misst mikið frá síðustu leiktíð og gerum við ekki ráð fyrir því að Árni Snær Ólafsson spili með liðinu í sumar og munar mjög um hann, enda einn besti markvörður Pepsi-deildarinnar,“ segir Hjörvar. „Þá sleit Ármann Smári hásin og verður ekki með og voru það slæm tíðindi fyrir liðið.“ Garðar Gunnlaugsson var atkvæðamikill síðasta sumar og vann gullskóinn í Pepsi-deildinni. „Hvort hann geti skorað jafn mikið veit ég ekki. Hann er árinu eldri. En ég vona að Tryggvi Hrafn Haraldsson slái í gegn. Hann skoraði bara eitt mark síðasta sumar og þarf að gera betur í sumar. Ég hef fulla trú á að hann geri það.“ „Ég er sæmilega bjartsýnn fyrir hönd ÍA. Þeir stóðu sig ótrúlega vel síðasta sumar og unnu tíu leiki. Álíka tímabil væri mjög gott.“ Að lokumTryggvi Hrafn er afar spennandi leikmaður.vísir/antonÞað sem við vitum um ÍA er ... að Skagahjartað í liðinu slær fast, enda er það að mestu skipað heimamönnum. Ungir leikmenn fá tækifæri hjá Gunnlaugi og nokkrir þeirra hafa nýtt sín tækifæri afar vel á undanförnum tveimur árum. Gunnlaugur hefur gert frábæra hluti með að mörgu leyti takmarkað lið. Skagamenn vita nákvæmlega hvað þeir eru; hvað þeir geta og hvað ekki. Þetta er lið sem spilar á sínum styrkleikum.Spurningamerkin eru ... fleiri en undanfarin tvö ár. Helmingurinn af vörninni er farinn og markvörðurinn meiddur. Ingvar er frábær markvörður en hefur ýmislegt að sanna eftir síðasta sumar. Verða Skagamenn heppnari með útlendinga en undanfarin ár? Og hver ætlar að skora ef Garðar meiðist eða finnur sig ekki? Garðar skoraði helming marka ÍA í fyrra (14) en næsti maður skoraði bara þrjú. Tryggvi Hrafn skoraði bara eitt mark í fyrra og þau þurfa að vera mun fleiri í sumar.Albert Hafsteinsson er í stóru hlutverki hjá ÍA.vísir/antonÍ besta falli: Blása Skagamenn á allar hrakspár, verða á svipuðum slóðum og undanfarin tvö ár og lausir við falldrauginn. Garðar á annað eins tímabil og í fyrra og Tryggvi Hrafn byrjar að skila mörkum til viðbótar við allt annað sem hann gerir svo vel. Menzel og Yussuff reynast liðinu vel og Ingvar svarar fyrir síðasta sumar. Einn til tveir af ungu strákunum blómstra og gera sig gildandi.Í versta falli: Fer allt í hundana og ÍA lendir í harðri fallbaráttu. Sú hætta er fyrir hendi, sérstaklega ef Menzel nær ekki að fylla skarð Ármanns Smára og Garðar verður ekki jafn heitur fyrir framan markið og í fyrra. Það má lítið út af bera hjá ÍA í sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir ÍA 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Skagamenn eru að hefja sitt þriðja tímabil í röð í Pepsi-deildinni. Þeir enduðu í 8. sæti í fyrra, einu sæti neðar en árið á undan. ÍA hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2001. Þjálfari ÍA er Gunnlaugur Jónsson. Eftir mikið flakk á fyrstu árum þjálfaraferilsins er Gunnlaugur að hefja sitt fjórða tímabil í röð við stjórnvölinn hjá ÍA. Gunnlaugur er uppalinn Skagamaður og lék með ÍA í mörg ár. Hann var fyrirliði liðsins þegar það varð síðast Íslandsmeistari, fyrir 16 árum. Mögulegt byrjunarliðSkagamenn eiga gríðarlega erfiða byrjun á Íslandsmótinu en í fyrstu þremur umferðunum mæta þeir FH, Val og KR. Tveir þessara leikja eru reyndar á heimavelli sem reyndist ÍA svo vel í fyrra. Í 4. og 5. umferð mæta Akurnesingar svo Grindvíkingum og Eyjamönnum, liðum sem verða væntanlega á svipuðum slóðum í sumar.30. apríl: ÍA - FH, Norðurálsvöllurinn8. maí: ÍA - Valur, Norðurálsvöllurinn14. maí: KR - ÍA, Alvogen-völlurinn22. maí: ÍA - Grindavík, Norðurálsvöllurinn27. maí: ÍBV - ÍA, Hásteinsvöllur Þrír sem ÍA treystir áIngvar Þór Kale, Robert Menzel og Garðar Gunnlaugsson.vísir/ernir/vilhelmIngvar Þór Kale: Þegar Árni Snær Ólafsson sleit krossbönd í vetur fékk Gunnlaugur Ingvar upp á Skaga. Það gæti reynst sterkur leikur því Ingvar er ekki einungis afar reyndur markvörður heldur jafnan góður á fyrsta ári hjá sínum liðum og þegar hann hefur eitthvað að sanna. Sú er svo sannarlega raunin núna því Ingvar missti markvarðarstöðuna hjá Val til Antons Ara Einarssonar í upphafi síðasta sumar og hætti svo hjá félaginu.Robert Menzel: Pólska miðverðinum er ætlað að fylla skarð Ármanns Smára Björnssonar sem hefur lagt skóna á hilluna. Ármann var besti leikmaður ÍA í fyrra ásamt Garðari Gunnlaugssyni og því er skarðið sem Menzel þarf að fylla risastórt. Þessi 26 ára hávaxni miðvörður verður einfaldlega að vera góður.Garðar Gunnlaugsson: Framherjinn átti sitt besta tímabil á ferlinum í fyrra þegar hann skoraði 14 mörk og varð markahæstur í Pepsi-deildinni. Garðar æfði gríðarlega vel síðasta vetur og var heill allt sumarið. Hótelstjórinn hefur skorað 42 mörk í 60 deildarleikjum síðan Gunnlaugur tók við ÍA og hann þarf að halda áfram að skora í sumar því hann er eini eiginlegi markaskorarinn í leikmannahópi ÍA. NýstirniðFyrir tveimur árum slógu Þórður Þorsteinn Þórðarson og Albert Hafsteinsson í gegn, í fyrra var það Tryggvi Hrafn Haraldsson og í sumar gæti röðin verið komin að Steinari Þorsteinssyni. Steinar, sem er 19 ára, kom talsvert við sögu hjá ÍA í fyrra og verður væntanlega í enn stærra hlutverki í sumar. Steinar lék sína fyrstu leiki fyrir U-21 árs landsliðið í síðasta mánuði og það gefur honum væntanlega aukið sjálfstraust fyrir sumarið. MarkaðurinnRobert Menzel á að fylla skarð Ármanns Smára.mynd/íaKomnir: Aron Ýmir Pétursson frá HK Guðmundur Böðvar Guðjónsson frá Fjölni Ingvar Þór Kale frá Val Ragnar Mar Lárusson frá Kára Rashid Yussuff frá Arka Gdynia Robert Menzel frá Podbeskidzie Bielsko-Biala Stefán Ómar Magnússon frá HuginFarnir: Arnór Sigurðsson til Norrköping Ármann Smári Björnsson hættur Ásgeir Marteinsson í HK Darren Lough til South Shields á Englandi Eggert Kári Karlsson í Kára Iain Williamson hættur Jón Vilhelm Ákason Skagamenn hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í vetur. Ármann Smári hefur lagt skóna á hilluna sem og Iain Williamson kom átti góða innkomu í lið ÍA í fyrra. Darren Lough er farinn til heimalandsins og þar með er helmingurinn af fjögurra manna vörn ÍA undanfarin þrjú ár farinn. Ásgeir, Eggert Kári og Jón Vilhelm skiluðu kannski ekki miklu síðasta sumar en spiluðu samt fullt af leikjum. Þá er einn efnilegasti leikmaður ÍA, Arnór Sigurðsson, farinn til Norrköping í Svíþjóð. Útlendingarnir sem ÍA hefur fengið undanfarin tvö ár hafa ekki skilað miklu, fyrir utan Williamson. Á því verður að vera breyting í ár. Menzel þarf að vera góður eins og áður sagði og Rashid Yussuff þarf einnig að skila sínu. Ingvar var fenginn í markið til fylla skarð Árna Snæs eins og fyrr sagði. Þá sneru Aron Ýmir og Guðmundur Böðvar aftur á Skagann. Sá síðarnefndi kom til ÍA á láni frá Fjölni síðasta sumar og samdi svo við uppeldisfélagið eftir tímabilið. Guðmundur Böðvar hefur hins vegar verið meiddur í vetur. Stefán Ómar er efnilegur framherji sem kom frá Hugin. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjeturHjörvar Hafliðason er ekki jafn svartsýnn og margir aðrir um gengi ÍA í sumar. Hjörvar hefur verið einn sérfræðinga Pepsi-markanna um árabil og verður áfram í sumar. „Margir hafa verið að spá Skaganum falli. Ég er ekki sammála því. Það er mikill andi í kringum félagið og margir Skagamenn í liðinu. Þeir hafa misst mikið frá síðustu leiktíð og gerum við ekki ráð fyrir því að Árni Snær Ólafsson spili með liðinu í sumar og munar mjög um hann, enda einn besti markvörður Pepsi-deildarinnar,“ segir Hjörvar. „Þá sleit Ármann Smári hásin og verður ekki með og voru það slæm tíðindi fyrir liðið.“ Garðar Gunnlaugsson var atkvæðamikill síðasta sumar og vann gullskóinn í Pepsi-deildinni. „Hvort hann geti skorað jafn mikið veit ég ekki. Hann er árinu eldri. En ég vona að Tryggvi Hrafn Haraldsson slái í gegn. Hann skoraði bara eitt mark síðasta sumar og þarf að gera betur í sumar. Ég hef fulla trú á að hann geri það.“ „Ég er sæmilega bjartsýnn fyrir hönd ÍA. Þeir stóðu sig ótrúlega vel síðasta sumar og unnu tíu leiki. Álíka tímabil væri mjög gott.“ Að lokumTryggvi Hrafn er afar spennandi leikmaður.vísir/antonÞað sem við vitum um ÍA er ... að Skagahjartað í liðinu slær fast, enda er það að mestu skipað heimamönnum. Ungir leikmenn fá tækifæri hjá Gunnlaugi og nokkrir þeirra hafa nýtt sín tækifæri afar vel á undanförnum tveimur árum. Gunnlaugur hefur gert frábæra hluti með að mörgu leyti takmarkað lið. Skagamenn vita nákvæmlega hvað þeir eru; hvað þeir geta og hvað ekki. Þetta er lið sem spilar á sínum styrkleikum.Spurningamerkin eru ... fleiri en undanfarin tvö ár. Helmingurinn af vörninni er farinn og markvörðurinn meiddur. Ingvar er frábær markvörður en hefur ýmislegt að sanna eftir síðasta sumar. Verða Skagamenn heppnari með útlendinga en undanfarin ár? Og hver ætlar að skora ef Garðar meiðist eða finnur sig ekki? Garðar skoraði helming marka ÍA í fyrra (14) en næsti maður skoraði bara þrjú. Tryggvi Hrafn skoraði bara eitt mark í fyrra og þau þurfa að vera mun fleiri í sumar.Albert Hafsteinsson er í stóru hlutverki hjá ÍA.vísir/antonÍ besta falli: Blása Skagamenn á allar hrakspár, verða á svipuðum slóðum og undanfarin tvö ár og lausir við falldrauginn. Garðar á annað eins tímabil og í fyrra og Tryggvi Hrafn byrjar að skila mörkum til viðbótar við allt annað sem hann gerir svo vel. Menzel og Yussuff reynast liðinu vel og Ingvar svarar fyrir síðasta sumar. Einn til tveir af ungu strákunum blómstra og gera sig gildandi.Í versta falli: Fer allt í hundana og ÍA lendir í harðri fallbaráttu. Sú hætta er fyrir hendi, sérstaklega ef Menzel nær ekki að fylla skarð Ármanns Smára og Garðar verður ekki jafn heitur fyrir framan markið og í fyrra. Það má lítið út af bera hjá ÍA í sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00