„Vinsamlegast látið hann í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2024 06:32 Didier Deschamps með Kylian Mbappe eftir sigur Frakka á Portúgölum á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Þrátt fyrir að Kylian Mbappé sé hvergi sjáanlegur í franska landsliðinu þá þarf franski landsliðsþjálfarinn engu að síður að svara spurningum um hann á blaðamannafundi liðsins. Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans. Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans.
Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira