„Vinsamlegast látið hann í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2024 06:32 Didier Deschamps með Kylian Mbappe eftir sigur Frakka á Portúgölum á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Þrátt fyrir að Kylian Mbappé sé hvergi sjáanlegur í franska landsliðinu þá þarf franski landsliðsþjálfarinn engu að síður að svara spurningum um hann á blaðamannafundi liðsins. Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans. Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira
Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans.
Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira