„Vinsamlegast látið hann í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2024 06:32 Didier Deschamps með Kylian Mbappe eftir sigur Frakka á Portúgölum á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Þrátt fyrir að Kylian Mbappé sé hvergi sjáanlegur í franska landsliðinu þá þarf franski landsliðsþjálfarinn engu að síður að svara spurningum um hann á blaðamannafundi liðsins. Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans. Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans.
Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira