Skora á Sigríði að stöðva flutning hælisleitenda til Grikklands og Ítalíu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 16:56 Sigríði var send áskorunin í dag. vísir/ernir Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa skorað á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra að stöðva tafarlaust allar endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd til Ítalíu og Grikklands. Vilja þeir einnig að allar endursendingar sem þegar hafa átt sér stað verði endurskoðaðar. „Vakin er athygli á því að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað úrskurðað að endursendingar flóttamanna til landa þar sem hætta er á að þeir verði sendir áfram til landsvæðis þar sem grundvallarréttindum þeirra er hætta búin stangist á við Mannréttindasáttmála Evrópu sem og alþjóðlegan flóttamannarétt,“ segir í áskoruninni. Þá beri þess að geta að Mannréttindadómstóllinn hafi ekki snúið við ákvörðunum sínum um að endursendingar aðildarríkja til Grikklands stangist á við mannréttindasáttmálann, vegna óviðunandi aðbúnaðar flóttamanna þar í landi. Sömuleiðis hafi dómstóllinn gert alvarlegar athugasemdir við endursendingar viðkvæmra og varnarlausra einstaklinga til Ítalíu vegna bágra aðstæðna þar. „Dómsmálaráðuneytið hætti af þessum sökum endursendingum til þessara ríkja í desember 2015. Undirrituð telja þá ákvörðun enn eiga rétt á sér. Enn býr flóttafólk við óviðunandi aðstæður í þessum ríkjum.“ Þingmennirnir sem skrifa undir áskorunina eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einrasosn, Guðjón S. Brjánsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa skorað á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra að stöðva tafarlaust allar endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd til Ítalíu og Grikklands. Vilja þeir einnig að allar endursendingar sem þegar hafa átt sér stað verði endurskoðaðar. „Vakin er athygli á því að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað úrskurðað að endursendingar flóttamanna til landa þar sem hætta er á að þeir verði sendir áfram til landsvæðis þar sem grundvallarréttindum þeirra er hætta búin stangist á við Mannréttindasáttmála Evrópu sem og alþjóðlegan flóttamannarétt,“ segir í áskoruninni. Þá beri þess að geta að Mannréttindadómstóllinn hafi ekki snúið við ákvörðunum sínum um að endursendingar aðildarríkja til Grikklands stangist á við mannréttindasáttmálann, vegna óviðunandi aðbúnaðar flóttamanna þar í landi. Sömuleiðis hafi dómstóllinn gert alvarlegar athugasemdir við endursendingar viðkvæmra og varnarlausra einstaklinga til Ítalíu vegna bágra aðstæðna þar. „Dómsmálaráðuneytið hætti af þessum sökum endursendingum til þessara ríkja í desember 2015. Undirrituð telja þá ákvörðun enn eiga rétt á sér. Enn býr flóttafólk við óviðunandi aðstæður í þessum ríkjum.“ Þingmennirnir sem skrifa undir áskorunina eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einrasosn, Guðjón S. Brjánsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent