Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2026 11:20 Valdimar Víðisson er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Valdimar Víðisson bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér til að leiða lista Framsoknar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira