1200 milljónir til viðbótar í vegamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 15:12 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. vísir/vilhelm 1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“ Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“
Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent