Stjörnukonur halda í við Fram | Grótta upp í fjórða sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 15:30 Helena var markahæst í liði Stjörnunnar í Eyjum í dag. vísir/andri marinó Stjarnan heldur í við topplið Fram þegar skammt er eftir af Olís-deild kvenna en eins marka sigur Garðbæinga 24-23 gegn ÍBV þýðir að Stjarnan er áfram aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir eru eftir. Eftir sigur Fram í Valshöllinni í gær máttu Garðbæingar varla við því að misstíga sig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir það voru það Eyjakonur sem voru með frumkvæðið framan af og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu 9-8 í hálfleik. Leikurinn snerist í seinni hálfleik, Stjarnan jafnaði fljótlega metin og hélt forskotinu nánast allan seinni hálfleikinn en ÍBV tókst að jafna metin skömmu fyrir leikslok í stöðunni 23-23 en Stjarnan átti eina góða lokasókn eftir. Náðu þær að skora sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir á klukkunni en lokasókn ÍBV skilaði ekki marki og fögnuðu Stjörnukonur því kærkomnum sigri sem þýðir að það gæti enn farið svo að Stjarnan mæti Fram í hreinum úrslitaleik upp á deildarmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sex mörk en Sólveig Lára Kjærnested og Hanna G. Stefánsdóttir bættu við fimm mörkum hvor. Í liði ÍBV voru það sandra Dís Sigurðardóttir og Ester Óskarsdóttir sem voru markahæstar með fimm mörk. Í seinni leik dagsins tóku ríkjandi deildar- og Íslandsmeistarar Gróttu á móti vængbrotnum Selfyssingum sem léku án bestu skyttu sinnar, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og unnu góðan fimm marka sigur. Líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni sleit Hrafnhildur Hanna krossband í æfingarleik íslenska landsliðsins á dögunum og hefur hún því lokið leik á þessu ári. Jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Seltirningar með einu marki í hálfleik í stöðunni 9-8 en í seinni hálfleik settu þær í gír og kláruðu gestina á heimavelli og komust um leið upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk en í liði Selfyssinga voru það Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic sem voru atkvæðamestar með sex mörk hvor. Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Stjarnan heldur í við topplið Fram þegar skammt er eftir af Olís-deild kvenna en eins marka sigur Garðbæinga 24-23 gegn ÍBV þýðir að Stjarnan er áfram aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir eru eftir. Eftir sigur Fram í Valshöllinni í gær máttu Garðbæingar varla við því að misstíga sig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir það voru það Eyjakonur sem voru með frumkvæðið framan af og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu 9-8 í hálfleik. Leikurinn snerist í seinni hálfleik, Stjarnan jafnaði fljótlega metin og hélt forskotinu nánast allan seinni hálfleikinn en ÍBV tókst að jafna metin skömmu fyrir leikslok í stöðunni 23-23 en Stjarnan átti eina góða lokasókn eftir. Náðu þær að skora sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir á klukkunni en lokasókn ÍBV skilaði ekki marki og fögnuðu Stjörnukonur því kærkomnum sigri sem þýðir að það gæti enn farið svo að Stjarnan mæti Fram í hreinum úrslitaleik upp á deildarmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sex mörk en Sólveig Lára Kjærnested og Hanna G. Stefánsdóttir bættu við fimm mörkum hvor. Í liði ÍBV voru það sandra Dís Sigurðardóttir og Ester Óskarsdóttir sem voru markahæstar með fimm mörk. Í seinni leik dagsins tóku ríkjandi deildar- og Íslandsmeistarar Gróttu á móti vængbrotnum Selfyssingum sem léku án bestu skyttu sinnar, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og unnu góðan fimm marka sigur. Líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni sleit Hrafnhildur Hanna krossband í æfingarleik íslenska landsliðsins á dögunum og hefur hún því lokið leik á þessu ári. Jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Seltirningar með einu marki í hálfleik í stöðunni 9-8 en í seinni hálfleik settu þær í gír og kláruðu gestina á heimavelli og komust um leið upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk en í liði Selfyssinga voru það Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic sem voru atkvæðamestar með sex mörk hvor.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira