HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:24 Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi. vísir/gva HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent